M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

06.03.2013 19:40

Aðal mótorhjólagæinn á Breiðdalsvík..




Munið þið eftir þessum ? Jú þetta er hann Snjólfur aðal mótorhjólagæjinn á Breiðdalsvík Snjólfur var og er vonandi enn flottur fír tengdasonur Tóta heitins í Turninum. Snólfur skoraði á Sokk eitt í spyrnu en sokkur eitt þorði ekki þá bauð Snjólfur fram eina millu í verðlaun sem sigurvegari spyrnunar fengi í sigurlaun, lagði hann fram ávísun upp á eina miljón þessu til staðfestingar en hún var útgefin af Búnaðarbankanum sáluga og undirrituð af Finni Ingólfssyni og sagði Snjólfur að hún væri pottþéttur pappír, En sokkur eitt þorði samt ekki í Snjólf á ofurgræjuni. En nú er eftir rúsínan í pylsuendanum sem kemur undir næstu mynd.



Hér er vélarsalurinn hjá Snjólfi en eitt vandamál var varðandi gripinn hann vildi ekki í gang og komst Snjólfur að því að græjan var bensínlaus með öllu svo hann plataði Dadda trukk til að lána sér fyrir eins og einni áfyllingu á tankann og gerði Daddi það með smá fílusvip enda kostaði áfyllingin hátt í 500 krónur. Eftir að gripurinn var kominn í gang sagði hann við Dadda "Hann malar fínt finst þér ekki vinur " síðan botnaði hann í burtu með glott á vör og Daddi ræfillinn hefur ekkert frétt af aurunum sínum þótt liðin séu tvö ár síðan.
Flettingar í dag: 686
Gestir í dag: 250
Flettingar í gær: 2002
Gestir í gær: 194
Samtals flettingar: 870440
Samtals gestir: 63693
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 02:49:21