M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

06.02.2013 19:34

Kíkt í skúrinn hjá Tæmer.


Við DR Bjössi kíktum við á Selfossi hjá Hilmari gamla Tæmer. Kallinn er alltaf að brasa í gömlum hjólum og þá meina ég gömlum hjólum helst 60 til 70 ára gömlum en tók þessa syrpu fyrir 2 vikum síðan.



Hér er Doctor Bjössi að kíkja á gamalt Royjal Enfield hjól frá 1945 en sá gamli er að búa það til úr nánast engu sá hér og smá þar og svo sjúa smá og kaupa líka gamli frá Englandi en mótorinn kemur frá Frakklandi svo á endanum verður þetta flott fornhjól og ekki það fyrsta sem kall gerir upp.



DR og Tæmer saman sem sugu teimi þá er voðinn vís.



Það hefur alltaf verið kært á milli okkar Hilmars enda kallinn bara frábær hann kenndi mér sugufræðin og ég kenndi honum að bulla í staðinn.





Vélarsalurinn í Enfieldinum sem ku vera 350 cc.



Hér er svo næsta verkefni hjá Tæmsa en þetta er BSA 500 af árgerð 1952. Enda situr sá gamli sjaldan og slappar af, það er bara ekki hans stíll.
Flettingar í dag: 1963
Gestir í dag: 189
Flettingar í gær: 1874
Gestir í gær: 143
Samtals flettingar: 869715
Samtals gestir: 63438
Tölur uppfærðar: 19.5.2024 22:28:19