M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

30.11.2012 10:49

Foringinn eða bara Leader.




Hér eru myndir af hinu fræga hjóli þeirra Breta eða Leader sem hlítur að útleggjast sem Foringinn. Hvort þeir hafi átt við að þetta hafi verið foringi breskra hjóla skal ósagt en foringinn er flottur það er á tæru.





Einig var hægt að fá Foringjan hálfyfirbyggðan en þá hét hann Örinn eða Arrow. Hann þótti ekki eins flottur vegna þess að það sást í vélina á honum. Örin seldist bara ekki en Foriginn seldist smá enda fóru báðir rakleitt beint á hausinn og Ariel hvarf af markaðnum.



Hér er svo í lokin ein gellumynd með Foringjanum, enn mikið rosalega er hann nú líkur Hondu CBR 1000 af árgerðum 1987 og 1988. En bæði státuðu þau af því að fela vélina algjörlega undir hlífum. En svona sem gamall mótorhjóla dúd hefur mér altaf þótt vélin vera mesta mublan í mótorhjólinu kanski er ég bara svona gamaldags.


Flettingar í dag: 847
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 372
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 787859
Samtals gestir: 55904
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 15:46:29