M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

02.09.2012 14:32

Aðalfundurinn í gær........

Jæja, þá er aðalfundurinn afstaðinn og fór bara nokkuð vel fram. Við hittumst um kl.13 í Skýlinu á hjólunum og keyrðum nokkra hringi saman, Hilmar "tæmer" kom hjóllaus en því var reddað í einum grænum, karlinn var settur á litla Daxinn og tók sig ljómandi vel út á honum, svo rættist bara ágætlega úr veðrinu þó svo að útlitið hafi ekki verið spes um morguninn. Svo kl.16 hófst fundurinn í Gullborgarhúsinu þar mættu 38 manns og þónokkrir af norðureyjunni, þar voru hin ýmsu mál rædd. Lítil breyting verður á stjórninni utan við að Dr-inn dettur út (heyrst hefur að ástæðan sé að hann missti út úr sér að Honda CB750 væru ljót hjól) Jens hinn rauði kemur inn í staðinn og hefur hann fengið titilinn "Meðhjálpari Drullusokka". En annars er stjórnin skipuð þessum ágætis mönnum hér :
  • Formaður - Tryggvi
  • Varaformaður - Darri
  • Yfirumsjón Drullusokka á Norðureyju - Hermann Haralds
  • Gjaldkeri - Siggi Óli
  • Vefsíðustjóri - Sæþór
  • Meðhjálpari - Jenni

Einnig voru teknir inn þónokkrir nýsokkar sem eru búnir að fá úthlutuð númer sem verða svo byrt hér á síðunni fljótlega. Ársgjaldið verður óbreytt -5000kr. Við tókum eftir því bæði í hópakstrinum og á fundinum að formaðurinn var e-ð órólegur og þegar að hann var farinn að reka á eftir mönnum þá sá maður að eitthvað mikið var í gangi. Svo kl.19 var mæting á Conero þar sem var borðaður var þessi flotti matur (villisveppasúpa í forrétt og lambasteik með öllu tilheyrandi í aðalrétt) þar sem starfsfólkið hjá Stebba með Marius fremstan í flokki sá vel um okkur Drullusokka. Þar mætti formaðurinn enn stressaðari en fyrr um daginn og í jakkafötum, sumir höfðu orð á því að þetta væri eins og að sjá apa í jakkafötum, (Og aðrir veltu því fyrir sér hvort hann væri bara ekki api í jakkafötum.) En fljótlega sáum við hvað var í gangi, Tryggvi og Erla notuðu tækifærið og giftu sig bara á staðnum, flott athöfn það, óhefðbundin en flott athöfn. Svo var spjallað og sprellað fram eftir kvöldi, takk fyrir komuna og daginn Drullusokkar og þá sérstaklega vil ég þakka þeim sem komu af fasta landinu til þess að vera með okkur þennan dag.

Tryggvi og Erla til hamingju.

Hjalti í pittstoppi

Tæmerinn fékk sínar hefðbundnu móttökur

Við heilsuðum uppá félaga okkar hann Gylfa Úr.

Spjall eftir fund

Hér er svo séra Guðmundur Örn með brúðhjónunum herra og frú Bókabúð.

Flettingar í dag: 190
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 2002
Gestir í gær: 194
Samtals flettingar: 869944
Samtals gestir: 63462
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 00:53:38