M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

20.08.2012 13:13

Það gat verið bras á frændunum.




Hér erum við frændurnir staddir á Akureyri árið er 1976 ég 19 ára hann tæplega 17 ára, þarna búnir að rífa vélina úr 750 Honduni hans Steina Tótu. Aðstaðan við þetta var ekki alveg eins og best var á kosið undir berum himni á grófu malarplani en allt hafðist þetta hjá guttunum sem taldir voru til óþekktarhlutans af Hornaflokknum. En sem betur fer þá var Steini  mun óþekkari en ég og gott ef hann er það ekki bara enn.



Hér er svo vélin komin undan og næst var að rífa hana niður enda lófa stórt gat inn í gírkassann eftir drifkeðjuna. Bragi Fimboga á Akureyri aðstoðaði okkur svo við rifin og samsettninguna á vélini og var ferðini svo haldið áfram hringinn. Þarna má sjá líka 500 Honduna hans Einars Arnarsonar en þessar myndir eru frá honum komnar.
Flettingar í dag: 1
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 2002
Gestir í gær: 194
Samtals flettingar: 869755
Samtals gestir: 63444
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 00:01:55