M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

14.08.2012 20:28

Minning.



Sárt er að kveðja góðan vin sem fellur frá í blóma lífssins fyrirvaralaust. Sveinn Mattíasson eða Svenni Matt eins og hann var alltaf kallaður var góður drengur og mikill vinur vina sinna. það eru mikil forréttindi að fá að tilheyra þeim hóp. Það var mikið brallað saman bæði sem Drullusokkar og eins sem vinir enda drengurinn uppátækjasamur með eindæmum. Svenni var einstklega glaður, geðgóður og mikill húmoristi. Árið 2006 stofnuðum við Svenni ásamt þeim Vigga, Sigga Óla, Jenna rauða og Dolla mótorhjólaklúbbinn Drullusokkarnir. Það kom fljótlega í ljós að þetta var löngu orðið tímabært þar sem félagsmenn telja um 200 manns í dag. Svenni bar félagsnúmerið #2 og var stoltur af. Nú nýlega fékk hann gullmerki fyrir að vera einn af stofnendum félagsins. Svenni var harðduglegur drengur enda ávallt í topp plássum og lengst af á Þórunni Sveinsdóttur VE 401 sem vélstjóri. Það var mikil gæfa í lífi Svenna þegar hann kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni Hörpu Gísladóttur. Saman ferðuðust þau mikið saman bæði innanlands og utan.
Svenna verður sárt saknað og þá sértstaklega hans ynnilega faðmlags sem ég fékk ávalt þegar við hittumst. Með því fylgdi smá gretta á nefið og hans séstaka og öfluga JÆJA sem einginn getur haft eftir. Foreldrum hans, Hörpu og börnum þeirra sendum við okkar ynnilegustu samúðarkveðjur
Tryggvi og Erla



Við viljum nota tækifærið og þakka félagsmönnum fyrir að koma með hjól sín og hjálpa þannig til með að sína föllnum félaga okkar virðingu.
Með vinsemd og virðingu
Stjórn Drullusokka.

Flettingar í dag: 686
Gestir í dag: 250
Flettingar í gær: 2002
Gestir í gær: 194
Samtals flettingar: 870440
Samtals gestir: 63693
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 02:49:21