M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

31.05.2012 21:27

Bryggjuhittingurinn

Það voru nokkrir sokkar sem létu sjá sig í kvöld og skrúfuðu saman 14 vagna á bryggjunni. Það var mikið líf þarna niðurfrá og veðrið frábært. Bæjarbúar duglegir að hjálpa til, fyrirtæki, klúbbar og einstaklingar, því var tilvalið að drullusokkarnir tæku að sér eitt verkefni. Mætingin hjá okkur hefði alveg mátt vera betri en þeir sem mættu stóðu sig hrikalega vel. Við skiptum hópnum í tvö lið og svo var keppni hvort liðið myndi klára fleiri vagna.
Sigurliðið var skipað Darra, Guðna Ingvari, Kása, Óla Vestman, Magga á Drangavík og mér, en tapliðið bað um að nöfn keppanda yrðu ekki byrt. En staðan eftir puðið var að ég held 12-2.
Takk fyrir kvöldið drengir.Eldra efni

Flettingar í dag: 701
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 257
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 4884761
Samtals gestir: 645282
Tölur uppfærðar: 26.5.2020 03:28:09