M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

25.02.2012 21:39

Bíla og hjólasýning við smurstöðina "86

Siggi Óli er búinn að vera grafa upp gamlar myndir undanfarið og þar á meðal frá sýningu sem haldin var á smurstöðinni 1986, er ekki tilvalið að birta þær núna þar sem það er nýbúið að rífa smurstöðina....

Triumph sem ég veit ekkert um, BSA 650 Lightning "71 í eigu Kötu Gísla, 3stk. Z1 900 "73 þá í eigu Lilla,Darra og Tryggva, Kawasaki GPz 1100 1982 í eigu Björgvins Björgvinssonar #36

Honda CB900 (að ég held) veit ekkert um hjólið nema að framdekkið er helv. gott. Þarna fyrir aftan er Honda MB50 sem Hlynur Sigmunds átti þarna og Gummi páls #73 svo seinna, einnig sést í Massann hans Tryggva.GPz-an hans Björgvins, hann keypti hjólið nýtt "82 og á það enn í dag.

Þar sem ég var á þriðja aldursári þegar að sýningin var þá er ég ekki með allt á hreinu í sambandi við öll hjólin sem eru á myndunum þannig að endilega kommentið þið .

Hér eru svo fleiri myndir frá sýningunni. 

Eldra efni

Flettingar í dag: 1191
Gestir í dag: 958
Flettingar í gær: 368
Gestir í gær: 159
Samtals flettingar: 4839240
Samtals gestir: 634932
Tölur uppfærðar: 25.2.2020 20:46:07