M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

10.11.2011 13:19

Elsta mótorhjól Islands ?


Elsta "mótorhjól" landsins

Austur á Egilsstöðum er að finna þessar leyfar af Indian mótorhjóli sem telst vera elsta mótorhjól landsins svo vitað sé. Þetta er svokallað Powerplus hjól, módel G sem þýðir að það er 1917 árgerð. Hjólið var 1000 cc með tveggja gíra kassa og fjöldiska þurrkúplingu, skilaði 18 hestöflum og náði um 100 km/klst. Eins eins og sjá má vantar allt vélarkyns í hjólið en hugsanlega mætti finna vél og gírkassa í þetta hjól fyrir eina millu eða svo. Það var Jónatan Þorsteinsson sem hóf innflutning á Indian og Harley hjólum árið 1916-17. Árið 1918 eru þegar fjögur Indian hjól komin til landsins og í skráningarbók Lögreglunnar frá 1922 kemur fram að þau voru í raun og veru fimm talsins. Eitt þeirra var einnig Powerplus en 1916 árgerð en hin þrjú svokölluð "Light Twin" með 250 cc boxermótor. Sagan segir að vélin úr þessu hjóli hafi verið notuð í loftpressu á Seyðisfirði sem var síðan hent þegar apparatið bræddi úr sér.

Þennan texta hér að ofan sendi okkur Njáll Gunnlaugsson ökukennari. en fram að þessu hefur verið talið að Henderson hjólið af árg 1918 væri elst hjóla á Islandi og er það reyndar elsta gangfæra hjól landsins.En það leynast greinilega gömul kuml víða á landinu, það er bara að þefa þau uppi.


Svona leit Indian hjólið út í upphafinu eða árið 1917 fyrir 94 árum síðan takk fyrir.



Hér eru svo nokkrar myndir af Islenska Indian hjólinu á Egilstöðum





Það þarf greinilega að taka til hendini þarna ef gera á úr þessu hjól aftur, ég tala nú ekki um veskið en það þarf að opna það vel og eins gott að það séu nokkrar millur þar innanborðs.Er ekki bara best að halda sig við gamlar Hondur ég bara spyr ?
Flettingar í dag: 1627
Gestir í dag: 264
Flettingar í gær: 2002
Gestir í gær: 194
Samtals flettingar: 871381
Samtals gestir: 63707
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 03:56:49