M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

06.11.2011 11:10

Einn sem átt hefur mörg glæsihjólin í gegnum tíðina.


Oddgeir Úraníusson bróðir Gylfa Úr, hefur átt mörg hjól í gegnum tíðina og má þar nefna mörg hjól til sögunar Oddgeir átti til að mynda fyrsta mótorhjólið sem kom til eyja og var á steyptum felgum sem þótti rosa flott árið 1978 en þetta var nýtt Suzuki GS 750 E en það hjól er DR Bjössi að gera upp þessa dagana. Ekki eigum við til myndir af öllum hjólunum hans Oddgeirs er samt nokkrum og koma þær hér að neðan.Oddgeir er enn hjólandi og er meðlimur í Goggunum sem er klúbbur nokkura hjólastráka hér í Vestmannaeyjum.



Hér er Oddgeir á Honda CBX 1000 árg 1979 einu af þremur svona hjólum sem komu ný til landssins en nýtt átti það Óskar á Skagaströnd.



Og hér á Kawasaki RX 1000 hjóli af árg 1987



Hér er Oddgeir á splunkunýju Kawasaki ZZR 1100 árg 1992. en í dag á það Binni Gísla.



Hér er svo Oddgeir á Hjólinu sem hann á í dag Yamaha V MAX 1200
Flettingar í dag: 686
Gestir í dag: 250
Flettingar í gær: 2002
Gestir í gær: 194
Samtals flettingar: 870440
Samtals gestir: 63693
Tölur uppfærðar: 20.5.2024 02:49:21