M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

10.09.2011 19:45

Norton-inn hans Gylfa #14


Gylfi Úr kíkir öðru hverju í kaffi í Braggann og höfum við þræl gaman af því að fá hann í spjall, hann kíkti einmitt í dag og lýsti yfir óánægju sinni yfir skorti á breta-spjalli hér á síðunni, og afhenti mér svo í framhaldinu myndir frá því hann skveraði Nortoninn sinn.
Hjólið er af gerðinni Norton Commando 750 árg. 1972, Þessi hjól voru framleidd frá 1967-72 áður en það varð 850 árið 1973. Mótorhjólatímaritið MCN í Bretlandi valdi hjólið hjól ársins frá 1968-1972.
Gylfi eignaðist hjólið 1992, þá var það í ansi döpru ástandi, nýinnflutt frá Canada þar sem einhver plebbi hafði reynt að breyta því í hippa, með lengdum framgaffli, mini aparólu,  andstyggilegu sæti og fleira í þeim dúr. Gylfi gerði lítið í hjólinu fyrsta árið, en árið 1993 var allt sett á fullt og kepptust þeir félagar Gylfi og Biggi Jóns um hvor myndi klára að gera sinn Norton upp (Biggi var þá að skvera 850 Nortoninn sem að hann á enn í dag). Gylfi kláraði Nortoninn svo árið 1994, var snöggur að því miðað við að hann réri stíft á Frá VE á sama tímabili. Hjólið var/ og er enn þann dag í dag hið glæsilegasta eins og allt handbragð sem Gylfi hefur komið nálægt.

Svona var það þegar að Canada-plebbinn var búinn choppa það

Hér er það nýskverað eftir Gylfa,,,, glæsilegt


Mótorinn fyrir skver.

og hér er ein eftir.

Gylfi kom einnig með myndir af Honda VFR 700 árg. 1986 sem að hann átti (já Gylfi hefur átt HONDA) Gummi #73 átti það einnig seinna, eins hjól og þau hjónin eiga í dag, þessi VFR er í Danmörku í dag.


Flettingar í dag: 1427
Gestir í dag: 98
Flettingar í gær: 851
Gestir í gær: 89
Samtals flettingar: 832270
Samtals gestir: 58353
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 23:38:28