M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

26.04.2011 08:58

Ein flott naðra Honda cz 100




Hér er mynd af Honda cz 100 en þetta er 50 cc græja sem flutt var inn af umboðinu árið 1967 og eina svona hjólið sem kom til landsins Myndin er tekin í Lækjargötuni í Rvk og situr eigandinn Óskar Þór Óskarsson á tækinu en Óskar þór er sonur Óskars Matt á Leó.
Margir guttar hér í eyjum áttu hjólið en það var Sigurjón Siguðsson sem kom með það nýtt hingað og lifði græjan af eldgosið 1973. Þessa mynd fékk ég hjá Njáli Gunnlaugssyni en hún birtist í bók hans um 100 ára sögu mótorhjólsins.



Hér situr fyrsti eigandinn Sigurjón Sigurðsson á Flekknum eins og við kölluðum hjólið gjarnan. Þessar nöðrur eru ekki til margar í veröldini og ef þær eru til sölu þá eru þær dýrar svo dýrar að þú getur gleymt því að flytja svona apparat inn.
Flettingar í dag: 877
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 372
Gestir í gær: 37
Samtals flettingar: 787889
Samtals gestir: 55904
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 16:08:03