M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

25.12.2010 18:17

Flottasta Jólagjöfin í ár


Það var í oktober nú í ár að kona æskufélaga míns hafði samband við mig og sagði bónda sinn vera orðinn all órólegan því honum langaði svo í mótorhjól,og kom þá ekki nema ein tegund til greina hjá honum Honda cb 750 helst græn að lit eins og sú gamla var á sínum tíma og hann átti ég hafði narrað út úr honum þá Hondu árið 1975 og hafði ég smá samviskubit vegna þessa hann hafði alltaf sagt ég seldi þér aldrei Honduna mína þú bara keyptir hana.
Ég fór á fulla ferð að finna svona grip sem ligga nú ekki á lausu á þessum tímum kannaði flestar 750 Hondur á landinu en það virtist eingin vera tilbúinn að láta svona hjól frá sér þá var farið að kanna með innfluttning á einni sem er ekki gott á þessum hrun tímum einn hafði sagt við mig ég skal redda svona græju ekki málið þegar ég fór svo í hann sagði hann ( Gauji Engilberts ) ég á eina úti í skúr vill hún ekki bara taka hana ég flyt bara aðra inn fyrir mig í sumar. eiginkonan sló til keypti hjólið ég náði í það það þurfti að breita um lit svo hún yrði græn eins og sú gamla var einnig aðeins að dúttla í henni en verst var að fela hjólið fyrir eigandanum tilvonandi sem átti að fá harðan pakka í ár allt gekk þetta upp hjá eiginkonuni og þegar stundinn rann loks upp að þá má segja að bóndinn hafi vökknað aðeins um augun þegar hann gerði sér grein fyrir því að þetta var alvöru en ekki plat.
Svo ég segi bara til hamingju með Jólagjöfina í ár Hjalti minn.
Hér er svo Jólagjöfin góðaKomin í græna litin og í flottu standiHér er eigandin hún Sísí að máta gripinn og Hjalti bóndi hennar vissi ekki neitt.Hér er svo stóra stundin runnin upp og má sjá á svipnum hans að konan hitti í mark þessi Jólin.Svo er að máta.Nú er það stóra spurningin nær hann að toppa þetta næstu Jól ?


Eldra efni

Flettingar í dag: 279
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 4275
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 4888614
Samtals gestir: 645381
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 12:36:39