M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

12.11.2010 10:33

BSA Ligthning árg 1968


Nú nýverið lauk uppgerslu á gömlu eyjahjóli sem er eina eintakið sem kom til landsins en það var Fálkinn sem flutti hjólið inn árið 1968 en um er að ræða BSA Ligthning 650 cc í eigu Hjartar Jónassonar sokks # 119 en Hjörtur er búinn að vera að gera hjólið upp nú undanfarin ár og var gripurinn gerður  bókstaflega eins og nýr ef ekki betri og hvert einasta smáatriði tekið fyrir.Hér í eyjum áttu BSA hjólið á sínum tíma Biggi Jóns Gylfi Úra og svo undirritaður.ég man vel þegar Biggi eignaðist hjólið á Norfirði um haustið 1980  en við vorum þá samskipa á Danska Pétri VE á reknetum þarna keypti Biggi Bísuna og ég Matchless 500 árg 1946. Ég seldi BSA hjólið upp á land um miðjan tíunda áratuginn, en nó af mali myndirnar tala sínu máli og erfitt að ímynda sér að þetta sé tæplega 43 ára gamalt hjól sem á myndunum er, Hjörtur kann vel til verka það má nú segja.Hér er ein gömul mynd af hjólinu en bæði hjólið og konan eru löngu farin annað en kvikindið er enn á sama stað það er að segja í eyjumHér er svo mynd af flota Hjartar allt Bretar nema konan og er Hjörtur farinn að berjast við Bigga Jóns um titilinn Bretakonungur

Eldra efni

Flettingar í dag: 279
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 4275
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 4888614
Samtals gestir: 645381
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 12:36:39