M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

22.05.2009 15:43

Til hamingju Ísland 200 Drullusokkar

Kæru Drullusokkar, við stöndum á tímamótum þar sem félagsmenn telja nú 200 meðlimi og þar af eru 104 búsettir í Vestmannaeyjum og er það vel að við séum fleirri á suður - en norðureynni. Það er ekki þar með sagt að norðureyingar séu síðri en suðureyingar því við erum jú allir Vestmannaeyingar og er þetta orðin stærri hópur en við þorðum nokkurntíma að vona. Gert var ráð fyrir því í upphafi að við gætum orðið allt að 20. Megi Drullusokkar vaxa og dafna í ókominni framtíð og kannski verðum við orðin 300 á fimm ára afmæli félagsins eftir 2 ár. Stjórn Drullusokka vonar að þið farið varlega í umferðinni og verið alltaf með fulla einbeitningu við aksturinn. Komum ávalt heil heim, það er fyrir öllu. 

Aðalfundur Drullusokka 2009 verður haldinn 5 september. Dagskráin er eins og venjulega fjölbreytt. meðal annars kosning stjórnar, hið sívinsæla áhugamál "húsnæðismálin okkar,, matur og veitnigar, þamb fram eftir nóttu, bullið tekið föstum tökum, gleði og glaumur í fyrirrúmi, England vs Japan keppa um snuðið. Einnig stendur til að kynna nýjan björgunarbúnað Drullusokka en hann getur komið sér vel í neyð.

Flettingar í dag: 684
Gestir í dag: 57
Flettingar í gær: 851
Gestir í gær: 89
Samtals flettingar: 831527
Samtals gestir: 58312
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 10:45:18