M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2014 Desember

21.12.2014 15:11

Dagatal Drullusokka 2015





Út er komið Dagatal Drullusokka fyrir árið 2015. en það verður póstlagt til greiddra félaga eftir helgi. Um dagatalið þetta árið sá Bryndís Gísladóttir varaformaður okkar ásamt Jenna rauða en þau voru dagatalsnefndin þetta árið. Myndirnar koma flestar úr safni gamla kvikindisins.

20.12.2014 09:50

Jólahittingurinn....

Þá er komið að jólahittingnum.

Í kvöld 20.desember, ætlum við Drullusokkar að hittast í gullborgarhúsinu upp úr kl 18:30 
Þetta verður bara spjall á léttu nótunum, aðal umræðuefnið verður að sjálfsögðu blöndungsstillingar á Honda CBX1000, ásamt öðru uppbyggilegu Honda-spjalli. Addi Steini og Darri byrja kvöldið á fyrirlestri um CBX-blöndunga en þegar líða fer á kvöldið mun Stebbi Finnboga vera með fyrirlestur á Skype fyrir lengra komna og fræða okkur enn meira um blöndungana, uppbyggingu, stillingar ofl. Svo að fyrirlestrum loknum, snæðum við á jólaflatbökum og skolum þeim niður með drykkjum af ýmsu tagi.

ATH. Það er bannað að ræða um samgöngumál, þetta á að vera skemmtilegt.

Kveðja
Stjórnin.

20.12.2014 09:44

Brandarahornið.




Ökumaður Hondu mótorhjóls kom að Gullna hliðinu og þar tók Lykla-Pétur á móti honum og spurði Hondu eigandann af hverju hann ætti að komast innum Gullna hliðið ??

Sko sagði Hondu eigandinn ég var að aka í rólegheitum uppí sveit og sá þar hóp manna sem höfðu stöðvað Harley hjólin sín og þeir litu sko skuggaleg út, allir í tattoo og klæddir leðurvestum og ég sá að þeir voru að "kássast" uppá unga stúlku svo ég stöðvaði Honduna mína og gekk að þeim stærsta  og vígalegasta sló hann hnefahöggi í andlitið, reif nefhring hans úr nefinu, velti við Harley hjólinu hans og öskraði á hann: Ef þú lætur stelpuna ekki í friði þá lem ég þig í buff !!

Lykla-Pétri fannst þessi Hondu eigandi vera hetja og spurði hann: Hvenær gerðist þetta góði minn ??

Hondu eigandinn svarar um hæl: Bara rétt áðan !!!


17.12.2014 23:18

á ís.

Robert Gull setti met í mars síðastliðnum, sem var samþykkt af Guinness heimsmetabókinni nú nýverið. Metið snýst um að keyra á sem mestum hraða á afturdekkinu á mótorhjóli, á ís. Svo að metið sé gilt þarf að halda hjólinu í prjóni í að minnsta kosti 100 metra og hraðinn er svo mældur í lok 100 metra kaflans. Robert mældist á 183,8 km/klst í besta rönninu af þeim þremur sem hann fékk til þess að bæta metið.

16.12.2014 23:52

CB650 1981

Heyrst hefur að nr 1. sé búinn að vera gera upp (eða niður) CB650, og án efa á nýja lúkkið eftir að vekja athygli.

Fyrir.

Eftir.

11.12.2014 10:19

Hverjir eru mennirnir ?


Á þessari mynd eru tveir Drullusokkar og einn Goggur ásamt móður sinni.
Hverjir eru mennirnir ?

08.12.2014 23:58

Litlu jól Drullusokka 2014


Litlu jólin verða haldin í Gullborgarhúsinu laugardagskvöldið 20.desember næstkomandi.
Þar verður í boði bjór, gos, vatn, kaffi og pizzur ásamt stórum skamti af bulli. Ekki er búið að ákveða hvort verði af pakkaskiptunum en það mun koma í ljós bráðlega.

08.12.2014 23:53

Jólagjöfin í ár.


Egill Kristjáns #133 fann jólagjöf sem ALLIR Drullusokkar væru til í að fá.
Þessi mynd hangir uppi í Snæland sjoppunni í Mosfellsbæ og er til sölu á 35.000kr.

01.12.2014 00:17

1. Des

Þá er kominn desember og alveg að detta í jólin, það er smá suðvestan gola hér í Eyjum þegar þetta er skrifað, en það hlítur að ganga niður bráðum.

Þann 1. desember 1950 fæddist Haukur Richardsson, sá frábæri félagi.
Hér eru svo nokkrar myndir af karlinum,
minningin um góðan mann lifir.



Hér er ein flott af honum, hann var góður félagi og vissi jafnmikið ef ekki meira um Kawasaki heldur en Google.



Hér er hann við uppáhaldshjólið Kawasaki Z1000 1978.




Haukur og formaðurinn Darri.



Æskufélagarnir Óli og Haukur.



Biggi, Haukur, Óli, Hjörtur, Hlöðver og Óli Sveins á góðri stundu í Vestmannaeyjum.

 



  • 1
Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408056
Samtals gestir: 86205
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 00:08:24