Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
Færslur: 2014 September
11.09.2014 22:49
Aðalfundurinn
Laugardagurinn 13.09.14.
Spáin lofar góðu, þannig að það er gott útlit fyrir rúnt.
- Kl.14:00. Við hittumst í Friðarhöfninni og keyrum nokkra hringi saman.
- Kl.16:00. Mæting í Gullborgarhúsið þar sem fundurinn fer fram. Kosið verður í stjórn, ársreikningurinn sýndur, farið yfir Drullusokkaárið sem er að líða og farið yfir hugmyndir næsta Drullusokkaárs. Ef þið hafið áhuga á stjórnarsetu eða hafið hugmyndir sem vert er að viðra þá er þetta staður og stund til að tjá sig.
- Kl.20:00. Þá verður étið, nokkur rollulæri verða grilluð með einhverju sniðugu meðlæti (þá getur Gúri greyjið hlíft okkur við hebreskunni og komið yfir), einnig verður boðið uppá nokkrar tegundir af vökva, svo tekur við bull & rugl að hætti Drullusokka e-ð fram á kvöldið.
Þá er bara að koma sér í gírinn fyrir laugardaginn, hittumst hress.
09.09.2014 07:27
Smá samantekt .
Honda CB1300S alvöru hálfnakið mótorhjól
Sölutölur sýna að nakin, þ.e.a.s. mótorhjól með lítið af hlífum njóta sífellt meiri vinsælda og það er skiljanlegt því flest okkar vilja sjá allt sem við höfum keypt og ætlum að nota er það ekki ?. Í dag ætlum við að skoða hjól sem búið er framleiða a.m.k. frá árinu 2003 sem alveg nakið, en síðan árið 2005 hefur hjólið verið með hálfri "feringu" og þá var S bætt við heiti hjólsins, sem og ABS bremsur og með smá "hanskahólfi". Þetta "retró" útlit vekur upp gamlar minningar hjá mörgum hjólamönnum. Á ofangreindum tíma töldu Yamaha verksmiðjurnar með XJR hjólið og Suzuki með GSX 1400 að til að hægt væri að kalla hjól "retró" þá yrði það að vera loftkælt. En Hondumenn hlustuðu ekkert á slíkt og því er 1284cc línumótor CB hjólsins vatnskældur. Ekki spurning að við nútíma notkun í mikilli umferð þá hentar vatnskælingin miklu betur og jú svo eru það auðvitað þessu grænu "kerlingar" sem eru að gera allskonar kröfur vegna mengunar. Þessi mótor "sleggja" er alveg frábær í akstri, það er endalaust tog um 11.8kg-m við 6000 snúninga. Það er í raun hægt að taka af stað í öllum gírum, en gírkassi er fimm gíra, er eins og nær allir Hondu gírkassar: Frábær. Það er engin þörf á því að vera hræra í gírkassa það er bara tekið á gjöfinni og CBinn tekur við þessu öllu, sama hvaða gír þú ert í og ekki má gleyma að hjólið er engin léttavigtar græja, vigtar um 236 kg. Þessi græja á að virka stór og karlmannleg ef segja má svo og jú "Retró". Stýrið er frekar breitt og liggur vel við ökumanni, svo ökumaður situr svona í hálfgerðri bænastellingu (gera það ekki flestir Hondueigendur !!). Sætið er stórt og rúmgott, hægt að stilla sætishæð, það fer vel bæði um ökumann sem og farþega, fótpetalar eru staðsettir frekar neðarlega og liggja vel við. CBinn er engin "racegræja" því þetta er fullvaxið mótorhjól og það fylgja því alltaf einhverjir mínusar þegar maður er svona stór er það ekki. Á litlum hraða þá virkar hjólið frekar þungt og ekki beint lipurt, en sætishæð er góð fyrir styttri menn og konur, þ.e.a.s. 790mm, svo ökumaður í meðalhæð ætti ekki að vera í vandræðum að setja báða fætur niður ef þess er þörf. En hjólið "höndlar" vel í gegnum beygjur og það er hægt að halla því nógu mikið fyrir flesta. Vindhlíf virkar vel og tekur nær allan vind frá eftir hluta ökumanns þrátt fyrir að ekið sé eins og menn séu staddir á lokaðri braut. Allur frágangur er eins og nær alltaf hjá Honda: Fyrsta flokks. Bensíntankur tekur 21 ltr. og það er bensínmælir, af þessu magni er 4.5 ltr. á varatank. Eins og áður sagt er vélin fjögurra strokka línumótor, ventlar eru sextán, það er bein innspýting á hjólinu og hún virkar mjög vel, ekkert hik eða hikst. Hestaflatala er ekki svo há sögð 114 og hámarkshraði er sagður 220 km. Framdempara pípur eru 43mm og það eru tveir hefðbundnir demparar að aftan, ekki mikið um stillingar á fjöðrun þessa hjóls en eitthvað þó. Að framan eru tveir 310mm diskar og bremsudælur eru með 4 stimplum, að aftan er einn 256 mm diskur. Mælaborð er með slatta af ljósum sem og alls konar stillingar til að muna hitt og þetta og hraða og snúningsmæli í þessu analogue kerfi sem menn eru mishrifnir af. Þessi sleggja er sögð fara 17 km á einum lítra svo nú er bara að reikna hvað græjan eyðir á 100 km !! Hjólið fær góða dóma fyrir vélina og virkni hennar, þægilegt, hentar í flest, en það neikvæða er aðeins of hátt verð miðað við samkeppnina, smá titringur á 4000 snúningum. Nær allir eigendur þessa hjóls gefa því fyrstu einkunn en þrátt fyrir það og hafa verið í sölu lengi frá fyrstu kynningu þá hefur þessi CB aldrei selst í miklu magni. En gleymum ekki að þetta er HONDA og það segja sumir að það séu bestu hjólin, reyndar svona okkar á milli þá segja Súkku, Yamma og Kawaeigendur það sama að þeirra hjól séu bara allra best, Harley eigendur neita nær allir að ræða samanburð !!! Allt annað tæknilegt sem þið nennið ekki að lesa má finna á netinu eða jafnvel á fésinu.
Stolið og stílfært af netinu:
Óli bruni
06.09.2014 11:21
Aðalfundur Drullusokka 2014
Það verður klárlega gott veður þannig að við byrjum daginn á hjóleríi um eyjuna okkar, svo verður fundað, eftir fundinn verður tekið smá hlé og þar á eftir vindum við okkur í pizzuát og gosþamb (eða e-ð öðruvísi þamb).
Á fundinum förum við yfir hefðbundin mál s.s. stjórnarmál, ef einhverjir hafa áhuga á að bjóða sig fram í stjórn þá ekki hika við að gera það. Jóakim mætir með ársreikninginn og við förum yfir það hvað stjórnin gerði fyrir klúbbinn á liðnu Drullusokkaári og hvað er í bígerð, einnig hvað mætti betur fara.
Ef þið hafið nýjar hugmyndir, eða gamlar hugmyndir sem mætti endurvekja eða jafnvel áhuga á stjórnarsetu, endilega tjáið ykkur.
Vona að við sjáum sem flesta.
Ég ætla að reyna enn einu sinni að fá fólk til að skrifa í athugasemdir hér að neðan ef það ætlar sér að mæta, svo að við höfum einhverja hugmynd um ca. stærð fundarins uppá undirbúning að gera.
Með fyrirfram þökk.
Stjórnin.
03.09.2014 23:51
Harley test
Sælir félagar,
Jæja það eru tveir menn búnir að væla !! mikið í mér að ekkert sé skrifað um draumhjólið þeirra Harley Davidson, þessir kæru félagar eiga báðir HONDUR og annar þeirra á líka Harley og hinn Súkku.
Súkku eigandinn hefur ekki hætt að tala um gæði Harley eftir að hann leigði sér eitt í USA í sumar, en öllu hefðbundu bulli slepptu þá er hér grein um
þessa nýju græju frá Harley og hún er sko vatnskæld, er hugsuð fyrir yngri kaupendur sem og eldri borgara (þessir tveir hér að ofan !!).
2015 Harley Davidson Street 750 vatnskældur
Jæja hér ætlum við að fjalla um það nýjasta frá Harley verksmiðjunum og í raun alveg nýtt frá Harley allavega frá því V-Rod var kynntur til sögunar hér um árið. Hér er hjól sem höfða á til yngri aldurshóps hjólamanna og ekki veitir af segja sumir því gömlu loftpressurnar virðast ekki alveg ná til þeirra yngri. Ekki byrjuðu þessar prufur vel á þessu nýja hjóli því stýrislegur höfðu verið of hertar á prufuhjólunum, en eins og menn vita þá bila Harley aldrei en stundum koma fram svona smá verksmiðjugallar ! En þessu var reddað með öðru hjóli til að prufa. Svona við fyrstu sýn líkist hjólið dulítið V-Rod en strax við fyrstu metrana þá kom í ljós að hjólið "höndlar" betur en V-Rod, svona hlutlaust í beygjum og leggst vel inní þær án átaka. Þyngdarpuntur er neðarlega og hægt að leggja hjólið nokkuð vel án þess að eitthvað rekist niður. Street hjólið krúsar létt á 70 mílunum og virkar vel í lengri akstri þrátt fyrir að vera frekar lítið mótorhjól. Það vigtar um 500 pund með fullum bensíntank, sætishæð er 28.3 tommur (já já menn verða bara að snúa þessu yfir í kg og cm með apppppinu sínu). Hjólið var Dyno testað og niðurstaðan var nú svona og svona: Hestöfl 57.6 við 7955 rpm (snúninga) og togið var 43.2 lb.ft. við 3790 rpm, ekki svo slæmt af 750cc tveggja strokka hjóli. Það verður að koma því að það vantar nauðsynlega snúningshraðamælir á þetta hjól, en gleymum ekki að það má kaupa hann sem aukahlut fyrir lítið ! Á Dynobekknum var hjólið á 4.500 snúningum á 70 mílunum í sjötta gír, en útsláttur er við 8000 snúninga. Togið er gott í Streetinum er kannski ekki alvega á pari við t.d. 883 Sportinn, en hestöflin bæta vel fyrir það auk þess sem Streetinn snýst miklu meira, því hann er með keðjudrifna yfirliggjandi knastása og fjóra ventar á hvern strokk. Ekki er hægt að skrifa neina grein án þess að HONDA komi ekki við sögu og þá er gerður samanburður á NC700X Hondunni með útslátt á hæsta snúning en Honda gefur upp öndina á 6500 snúningum (slær út) komum að einu alvöru hjóli sem er Ducati Monster 696cc sem er gefin upp 65 hestar (við mótor) og togið er 44 lb.ft., svo Streetinn er bara að skila góðum niðurstöðum í afli og togi, ekki oft sem Harley gerir það miðað við verð. Streetinn er 4.6 sekúndur í 100 km hraða og fer ¼ míluna á 13.69 sekúndum og nær 93.8 mílna hraða, það tekur já NC700X Honduna 13.86 sekúndur að fara ¼ míluna og Hondan nær 94.2 mílna hraða. En berum saman tvo Harleyja þ.e.a.s. 883 Iron Sportsterinn og Streetinn á ¼ mílunni, þar tekur Streetinn, Sportsterinn í nefið því það tekur Sporsterinn 14.53 sekúndur að fara ¼ míluna og hann aðeins 90.8 mílna hraða. Til að það sé öruggt að fara hratt þá er nauðsyn að hafa góðar bremsur og þar fara málin að vandast aðeins, ja eins og var algengt hérna á árum áður hjá Harley, þ.e. lélegar bremsur. Það þarf að taka hressilega á frambremsu sem og afturbremsu til að hægja á Steetinum og þegar bremsur versna eftir því sem oftar er tekið hressilega á þeim, en það er einn diskur að framan og bremsudæla er með tveimur stimplum. Mælingar sýna að frá 100 km hraða tekur það 152 fet að stöðva Streetinn, en Harley verksmiðjurnar segjast vera að skoða þessi mál betur. Áseta er góð fyrir ökumann, en fyrir farþega er frekar þröngt ef segja má svo, en þröngt mega sáttir sitja segir einhversstaðar. Verðið á Streetinum er vel samkeppnisfært allavega í USA. Svo má líka skoða litla bróðir 750 Street hjólsins sem er mjög svipað en er 500 cc. Þarna eru komin tvö hjól sem örugglega höfða til yngri kaupenda, ja allavega vona Harley firmað það, hver verður fyrstur til að kaupa svona græju, ég veðja á einn í Vestmannaeyjum sem á HONDU sem og Harley og svo einn í Hafnarfirði sem á SÚKKU og HONDU, en dreymir um Harley á hverri nóttu eftir að hafa ekið svoleiðis græju í sumar, við sjáum til hvor verður á undan.
Stolið og stílfært af netinu:
Óli bruni
03.09.2014 23:42
Sokkur #93 á nýju hjóli
Sokkur #93 á nýja hjólinu.
Halldór Bjarna skipti 700 Shadownum út fyrir þessa græju.
Til hamingju með hjólið.
02.09.2014 22:45
Cafe racer og allt hitt...
En þetta er kannski ekki alveg svona einfalt, það eru til nokkur afbrigði af þessum breytingum þó að allt of margir haldi að þetta heiti bara cafe racer.
Hér að neðan er skýringarmynd sem gaman er að pæla í.
02.09.2014 00:08
Yammi Bruna-style
Hér er fyrir mynd af þessum.
Þetta er hrikalega töff hjá Mr. Burn.
Hjólið fékk fyrstu verðlaun í flokknum breytt hjól á Custom bike sýningunni í miðbæ Reykjavíkur á menningarnótt (degi).
hér eru svo þrír furðulegir, myndin er tekin á Custom bike showinu.
Egill úr óskabörnum Óðinns, Spessi ljósmyndari og Óli bruni (Mr. Burn.)
01.09.2014 23:37
Aðalfundurinn...
Hann verður með hefðbundnu sniði utan við að maturinn verður öðruvísi en vanalega.
Það er vegna þess að meginhluti klúbbsins er farinn að hafa verulegar áhyggjur af mataræði Drullusokks nr.1. Það bætist bara við belginn á karlinum með hverri vikunni, þannig að Solla í næringarskorti verður með kjúklingabaunabuff handa okkur.
Nei, djók.
Við höfum ákveðið að hafa heljarinnar pizza veislu, við erum búnir að halda eina alvöru grillveislu í sumar (sjómannahelgina) þannig að pizza skal það vera.
Vonandi sjáum við sem flesta, fundurinn verður svo auglýstur betur síðar.
Kveðja
Stjórnin.
- 1
- 2
Eldra efni
- 2024
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember