M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2013 Janúar

05.01.2013 21:57

Nýjar dótamyndir

Ég tók smá shjæn í dag og birtan úti til myndatöku var ekkert til að hrópa húrra fyrir, þá er um að gera að nota sprautuklefann, nóg af birtu þar.



eða eins og sagt er : HONDA "The power of dreams"

03.01.2013 17:25

Grams


Biggi og Tridentinn sem að Bruninn á í dag.

Rauði maðurinn alveg þræl skakkur.

VEinar, myndin er tekin þegar að hann fékk Kawann afhentann í Bílabúð Benna 2007.

Iddi á öðrum af Goldwingunum sínum.

Gvendur múr á Fireblade "99 á götumílu á Akureyri.
 

02.01.2013 20:11

Nýárskeyrsla Háaskálamanna

Kl. 13:00 á nýársdag hittust þeir meðlimir í Háaskála sem voru þokkalega ökuhæfir og tóku á hjólunum í mildum enduroakstri hringinn í kringum flugbrautina í hinu svo kallaða Girðingarenduroi. Það var gaman að fylgjast með enduroplebbunum sem stóðu sig flestir vel miðað við dagsetningu, og ekki laust við að drullumallaradellan hafi blossað upp hjá undirrituðum.
Hér eru nokkrar myndir af gjörningnum.

Hluti af hópnum sem mætti.

Nýja Husqvarna hjólið hjá Svavari í Þór og Svavar í Þór, vægast sagt helnett græja.

Sævar Ben á Exxon Valdez.

Jón Gísli á GasGas300.

Skarpi mætti helillur á Kawanum, og Hannes á eftir honum á ringdingaranum.

Rúnar Bigga Sím, eldsprækur að lokinni keyrslu.

Fleiri myndir hér

01.01.2013 20:46

Í Vestmannaeyjum árið 1942.




Er ekki upplagt að koma með eina gamla og glerflotta héðan úr eyjum síðan á stríðsárunum síðari svona sem fyrstu mynd ársins 2013. Myndin gæti alveg eins verið utan úr heimi en ekki úr sjávarþorpi á Islandi árið 1942, takið eftir að Strandvegurinn er steyptur á þessum árum. En aftur að myndini til vinstri er Guðmundur í Sjávargötu á Velocette 350 cc af árg 1935 en Guðmundur vann lengst af í áhaldahúsinu hér, og til vinstri eru Toni á Haukabergi á Triumph 500 hjóli sínu og aftan á hjá honum er Lalli á Sæfaxa ungur maður eins og þeir eru reyndar allir.
Flettingar í dag: 1268
Gestir í dag: 87
Flettingar í gær: 805
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 1414574
Samtals gestir: 86407
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 23:01:27