M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2013 Janúar

31.01.2013 00:01

Græna 750 Hondan hans Gumma Dolla.




Hér eru myndir teknar af Ragga Jóns af Honduni 750 sem Gummi Dolla átti þarna en myndirnar voru teknar í Rauhólunum í Rvk árið 1973, Og Gummi númerið fer ekki á milli mála V 2013 var það.




30.01.2013 21:18

Repsol Honda 2013


Dani Pedrosa og Marc Marquez ökumenn Team Repsol Honda í MotoGP á 2013 græjunum.



30.01.2013 07:48

Nortoninn hans Óla bruna.


Hér eru tvær myndir sem Óli Bruni sendi okkur af Norton hjólinu sem hann er búinn að vera að gera upp í vetur en við hér á Suðureyjuni ættum að kannast við gripinn en þetta er Gamli Nortoninn hans Gilla heitins Úraníusarsonar.



Þetta er þrælfott há kallinum og verur gaman að sjá gripinn á götuni í vor.



Svo er bara að sjá hvað þeir félagar Biggi og Óli gera í sumar varðandi 750 Honduna en hún er búin að halda reis titlinum í ein 3 ár svo nú er bara að sjá hvað gömlu mennirnir á gömlu Bretunum gera og gaman ef þeir ná að troða snuðinu upp í gamla á Honduni. En hvað um það þetta hefur heppnast vel hjá Óla enda ekki fyrsta hjólið sem hann tekur í gegn.

29.01.2013 20:00

CB-550 aðeins breitt.

Cafe Racer útfærsla af 1974 CB550.

M&M customs í Kentucky smíðuðu þetta hjól. Mike heitir dúddinn sem græjaði hjólið, og hann gaf hjólinu nafnið " El Dora". Hann keypti hjólið af ungum manni sem hafði notað það í fornhjóla motocross. Mike byrjaði á að rífa hjólið í spað og hófst svo handa. Hann gerir allt sjálfur, allt frá niðurrifi og uppí málningarvinnu.

Keihin CR torar, Dyna kveikjukerfi og heimasmíðaðar pústgreinar. Subframeið var skorið af stellinu og nýtt smíðað, sætið og afturhlutinn kemur frá Dime city cycles.

28.01.2013 22:06

500 Hondan sem Gauji Gísla átti.








Hér eru 3 myndir af CB 500 four  Honduni af árg 1976 en þetta hól átti fyrst hér Adólf Adólfsson og svo Gaui Gísla, Þorgeir Richardsson, Ingi bro átti það síðast hér og seldi upp á land um 1982. Þarna er Hondan búin Dunstall flækju sem þótti flott á sínum tíma en hjólið bar númerið V 2017.



Bæti hér einni við þar sem Ingi er að snudda í 500 Honduni, þarna við hliðina er svo 900 Kawinn sem ég átti en myndin er tekin vorið 1981.

28.01.2013 19:30

E-ð fyrir Harley peyjana.

2013 Harley-Davidson FXSBSE CVO Breakout

Screamin' Eagle loftkælt, V 2 1803cc 6gíra með beinni innspýtingu og einhverskonar slipper kúpplingu, 18"afturfelga 21"framfelga, hjólið er hannað með það í huga að það líkist einna helst custom hjóli, eins og er í tísku hjá fleiri framleiðendum chopperhjóla. Það er val um þrjár litasamsetningar.

Hjólið er með ABS bremsukerfi og rafstýrðu cruise controli, með hjólinu fylgir yfirbreiðsla, verkfærasett með microfiber bóntusku, svo einhvað sé nefnt.


Afturdekkið er 240/40 R18 og framdekkið 130/60 B21, felgurnar eru svona "þotuhreyfils-style" og eru Harley menn stoltir af hönnuninni á þeim, enda eru þær þræl flottar.

25.01.2013 22:04

Nöðruklúbburinn mættur.




Hér er ein frá Gauja Gísla af nöðrunum sem guttarnir áttu um 1977 hér í eyjum, Þarna eru FS 50 Yammi.CB 50 Honda, 2 SS Hondur og tvær AC 50 Súkkur. Nú er það spurningin hverjir áttu þessar græjur ?

25.01.2013 19:22

Rótað í gömlum myndum


Steini Tótu á CB750

Klassamynd af Sigurjóni Sigurðs á CB750

Sigurjón og Rúnar í smá stoppi á suðurlandsrúnti 2008.

Og ein af Einari í hjálmamátun.

23.01.2013 21:44



Þessu hef ég lent í með motocrosshjól á kerru,boltarnir í beislinu á kerrunni brotnuðu, ábyggilega töluvert leiðinlegra að vera  með plastgræjuna sína á kerrunni.

Þessu hef ég reyndar ekki lent í, en samt flott mynd.

21.01.2013 21:10

Yamaha 2013

Hér er það nýjasta hjá Yamaha.

FJR1300, töluvert breytt frá síðustu árum og mjög vel útbúið.
Hægt að fá það hálsjálfsskipt (ræður hvort þú skiptir með löppinni eða þumlinum með takka í stýrinu). Spólvörn, ABS, cruise control og margt fleira.

V-Star 1300 Deluxe, 1304 cc vatnskælt með beinni innspýtingu, 28,5 lítra farungursrými og hljómflutningstæki með i-pod tengi.

Raider SCL (USA markaður) aðeins 500 hjól framleidd, hjólið á að vera svona "orginal customerað". (Er það bara ég eða finnst fólki eins og það eigi eftir að rétta afturbrettið og kútana ?)

XT250, já einmitt.

Vino 50, fjórgengis með beinni innspýtingu.

19.01.2013 21:53


19.01.2013 11:37

Hjörtur "Krómi"




Hér er Hjörtur " Krómi " að spyrna 1100 Kawa af árg 1981 en hjólið var borað út í 1260 cc og þrælvirkaði á þess tíma mælikvarða. Í dag er Hjörtur flugstjóri hjá Icelandair og þrykkir þotum.

17.01.2013 20:32

Honda CB 160 árg 1965




Hér er ein gömul  af CB 160 Hondu af árg 1965 það komu 3 svona nýjar á sínum tíma og sú fjórða kom síðar notuð og grunar mig að þetta sé eimitt hún, en hjólið átti Svavar Garðarsson hér í Eyjum. Þarna til vinstri sést svo í aðra CB 160 cc. Ekki þekki ég peyjann sem situr hjólið enda lítið annað að sjá en hár.
Flettingar í dag: 1756
Gestir í dag: 40
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1409810
Samtals gestir: 86244
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 07:58:31