M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2012 Ágúst

03.08.2012 12:29

Hópkeyrsla á laugardeginum á þjóðhátíðinni.



Þjóðhátíðarnefnd hafði samband við okkur og bað okkur um að hóa sem flestum bifhjólamönnum saman á laugardeginum á þjóðhátíðinni í hópakstur, hópaksturinn mun svo fara í Herjólfsdalinn í kringum tjörnina.
Ekki skiptir máli hvort menn séu búnir að borga í dalinn eða ekki, það eru allir velkomnir í aksturinn.
Við ætlum að hittast í Skýlinu 15:45 og vonum við að sjá sem flesta.

02.08.2012 18:21

fimtudagur fyrir Þjóðaran 2012


Að gömlum og góðum sið þá fóru hjólamenn hér í Eyjum í hópakstur um bæinn og var þetta bara gaman þegar mest var voru það 18 hjól sem tóku þátt í þessu með okkur.



Hér er hópurinn saman kominn á gamla vatnspóstinum inn í dal.



















 M/C Drullusokkar óska öllum þjóðhátíðargestum gleðilegrar og slysalausar þjóðhátíðar og megi veðurguðirnir vera hliðhollir yfir helgina.

01.08.2012 13:00

Fimtudagsrúntur á morgun.


Hvernig væri nú að hittast á morgun fimtudag fyrir þjóðhátíð og taka smá rúnt saman, það er búið að vera hefð fyrir því í fjölda ára.
hittumst inn við skýlið í Friðarhöfn á morgun kl. 1300. gaman væri að sem flestir létu sjá sig
.





Látum hér tvær myndir fylgja með sem teknar voru á fimtudeginum fyrir Þjóðhátíð árið 1980 eða fyrir 32 árum síðan spáiði í því.

01.08.2012 10:33

Dísel power

Eyþór á Dala Rafni var dreginn í Rúmfatalagerinn í síðustu viku, sem að honum ásamt flestum öðrum karlmönnum þykir ekki mjög skemmtilegt, en á bílastæðinu sá hann þessa mögnuðu græju hér.

Royal Enfield með hliðarvagni og dísel mótor.

Án efa er þetta hrikalega skemmtileg akstursgræja.

En þetta apparat reddaði allavegana Rúmfatalagers ferðinni hans Eyþórs.
Flettingar í dag: 544
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 982
Gestir í gær: 74
Samtals flettingar: 824361
Samtals gestir: 57661
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 09:38:05