Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
Færslur: 2012 Mars
14.03.2012 00:58
Ferðaskrá Drullusokka sumarið 2012.
Nú fer að líða að því að við verðum að fara að semja ferðarplan fyrir sumarið 2012. Að vísu vorum við Hermann og Darri búnir að semja svona lauslega ferðartilhögun okkar í sumar. Þar er gert ráð fyrir ferð á Snæfellsnes gista eina nótt, góður rúntur og það allt á malbiki, Eins er gert ráð fyrir ferð á Akureyri 17 júní það er bíladaga. Samför með vinaklúbbnum Göflurum en svoleiðis ferð heppnaðist frábærlega vel í fyrra.Við ættlum að hittast niðri á bryggju á Sjómannadaginn og eins á fimtudeginum fyrir Þjóðhátíð eins og vanalega. Svo verða dagsferðir líka í sumar svo framalega að Landeyja höfn virki. Sem sagt fullt í gangi hjá M/C Drullusokkum fyrir sumarið 2012 klúbb sem er ekki undir eftirliti hjá Ríkíslögreglustjóra af þeim 11 klúbbum í landinu sem þar eru undir ströngu eftirliti þessa dagana. En nánar um þetta í næstu viku og verður það allt undir dálknum, Á döfini hér ofar á síðuni.
Læt eina mynd fljóta hér með úr síðustu Færeyjaferð okkar Sokkasumarið 2011.
13.03.2012 22:27
Ein Hondan enn í Eyjaflotann
Gauji Engilberts # 16 lætur sér ekki bara dreyma um Hondu heldur flytur kallinn inn hverja Honduna á fætur annari frá Ameríku, það nýjasta sem hann flutti inn var svona 500 Honda eða 550 skiptir ekki máli því þær eru alveg eins. Við sem eldri erum munum eftir svona hjólum hér á götunum en það voru tvö svona hér á árum áður Hér er 500 Hondan með orginal pústið undir.
Hondan á að vera með 4 kúta púst en ekki flækju eins og þessi, þá er hún flott, er en það er bara gaman að fá eina svona í flóruna hér á Norto.. nei ég meina Honduey.
12.03.2012 12:22
Harley Davidson Sportster 1200
Árið 2000 verslaði ég mér nýjan Sportster 1200 custom Halla og líkaði bara vel enda endurnýjaði ég gripnn árið 2006 með nýjum Dyna Low Rider Halla.
Hér er gamli á Hallanum sumarið 2003 og ekki farin að grána neitt að viti.
Hér er vélarsalurinn í Sportsternum. Það voru ekki margir sem fengu að taka í þetta hjól hjá mér En.
En þó gerði ég undantekningu og leyfði þessari vinkonu minni að taka í gripinn enda bara ekki stætt á öðru eða hvað finnst ykkur.
12.03.2012 11:38
Eitt vel groddað.
Hér er eitt vel groddað sem Gylfi Úraníusson # 14 sendi okkur mynd af þessi væri vel hæf sem sandæla i Landeyjarhöfn. ( Munið þið eftir henni)
08.03.2012 15:15
Kawasaki ZX-14R
Kawasaki hefur aftur náð forystunni í keppninni um aflmesta hjólið með 2012 árgerðinni af ZX-14R hjólinu. Mótorinn hefur verið boraður útí 1441cc, portum og ásum breytt og stimplar léttari og sterkari og þjappan er 12,3:1. Loftsían er 10% stærri og skilar 40% meira loftflæði. Þessar breytingar á mótornum skila 210bhp og afl útí afturhjól 197hö! Til samanburðar skilar 2006 módelið rúmum 170hö á afturhjól og Hayabusa ca.175 hö, og þykir flestum nóg.
Öll þessi hestöfl koma þessu stóra hjóli kvartmíluna á 9,37sek.með endahraða uppá 240km/klst!
Hjólið er með slipper clutch og traction control og er með þrjár keyrslustillingar "full power, medium power, og stillingu fyrir lítið veggrip".
Það hafa verið gerða lítilsháttar útlitsbreytingar á því og er þetta glæsilegt hjól. Verðið er $14.700.
Formaðurinn yrði flottur á þessu, enda á formaðurinn að mínu mati alltaf að eiga kraftmesta hjólið!
Sérlega fallegt hjól
07.03.2012 10:31
Smá Gold Wing syrpa frá síðasta sumri.
Þar sem gamli Old Winginn minn er í smá yfirhalningu þessa dagana þá kemur hér smá ferðasyrpa frá síðastliðnu sumri.
Kíkt var á Gullfoss í júní.
Og Bókabúðin var með í för.
Ég bað Bókabúðina að taka eina mynd af hjólinu og hér er hún.
Óskar á Háeyri skipstjóri og útgerðarmaður á Frá VE 78 er hrifinn af gamla Goldaranum enda flottur í ferðir í Grenilæk á sumrin.
Þarna mætti halda að Rússnenskir innflytjendur væru á ferðini á gamla.
Svo þurfti að klappa gamla svona eins og gömlum hund þá leið honum vel blessuðum.
06.03.2012 07:23
Siggi Óli #69 á ferðalagi um Snæfellsnes 2011
06.03.2012 00:16
Harley Davidson Springer.
Hér er Springer hjólið frá Harley. Mikið djöf... langar mér í eitt svona tæki, þetta hefði ekki verið nokkurt mál árið 2007 að versla eitt svona á 4 millur takk fyrir.. Maður lifandi.
05.03.2012 07:29
Harley Davidson 72 2012
Hjólið fær ágætisdóma, mótorinn er 1202cc 70 hö. og skilar sínu bara vel, það er með 5 gíra kassa, og fjöðrun og bremsur fá einnig ágætis dóma. Hjólið er kannski ekki hugsað sem mikið handling hjól en það er samt gott að keyra það.
Aðal ókostirnir eru hvað það er lágt, standpedalarnir fara mjög auðveldlega niður í götu og bensín tankurinn er óþarflega lítill.
04.03.2012 21:02
Gumma-grams hluti 1.
Þetta er Kawasaki Z 750 sem að Hlynur Sigmunds átti um tíma, myndin er tekin ca 1988-1990.
Hér er Gummi á HONDA CBR900RR Fireblade 1995 sem hann átti í smá tíma. Egill #133 keypti hjólið svo af honum. Mynd tekin 1998
Hér eru svo hjónin Gummi og María á sama hjólinu 1998.
04.03.2012 13:37
Bretinn kemur passið ykkur !
Það hafði einn gamall maður samband við mig og spurði er ekki til hópmynd af Breskum mótorhjólum á Íslandi og þá átti hann við mörgum Bretum saman.Við fórum að sjálfsögðu á stúfana og leituðum og leituðum og viti menn við fundum eina, en við þurftum að fara alveg niður til stríðsárana til að finna hópmynd af Breskum mótorhjólum og það með Bretum á í þokkabót.
En annars að öllu gríni slepptu þá er þetta frábær mynd sem við stálum frá Njáli Gunnlaugssyni og vonandi fyrirgefur hann það. Maður bara gerði sér enga grein fyrir hvað Bretarnir komu með mörg mótorhjól hingað til lands í stríðinu. Ekki skemmir fyrir myndini gömlu gufukyntu línuveiðararnir sem standa þarna fyrir aftan, og það sá fremsti frá Eyjum Málmey VE 110.
Þarna tel ég 34 Breta, Triumph BSA, Ariel, Matchless og kanski Norton líka.
02.03.2012 07:50
Nýr Harley til Hafnarfjarðar ? ?
Samkvæmt nýjustu fréttum þá mun Dr Bjössi búinn að versla sér nýtt Harley hjól, við fórum á stúfana og fundum kallinn vera að prufa nýju græjuna með frúnna aftan á. Aðvitað var ég með myndavél og náði þessari mynd af nýja Hallanum.
Hér sjáum svo við Doktorinn á nýja Harley Davidson hjólinu sínu.
- 1
- 2
Eldra efni
- 2024
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember