M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

Færslur: 2012 Febrúar

11.02.2012 21:36

Umferðin í Vietnam

Hér er mögnuð klippa sem er tekin upp í Frenetic  Ho Chi Minh city í Víetnam


Traffic in Frenetic HCMC, Vietnam from Rob Whitworth on Vimeo.

11.02.2012 18:42

Jorge Lorenzo

Jorge Lorenzo er ökumaður factory Yamaha liðsins í MotoGP, hann er  fæddur 4.maí 1987 á Spáni. Hann byrjaði keppnisferilinn í 125cc flokknum á 15 ára afmælisdeginum sínum 2002. Hann varð heimsmeistari 2006 og 2007 í 250cc flokki og árið 2010 í MotoGP. Gaurinn er hrikalega góður ökumaður og á framtíðina fyrir sér. En í janúar tók hann bóklega mótorhjólaprófið, og náði í fyrstu tilraun,, seigur...
En þessa dagana er hann að æfa sig fyrir verklega prófið, honum þykir það stórmerkileg lífsreynsla þar sem kennarinn er sífellt að segja honum að hægja á sér, en hann segist aldrei á æfinni hafa lent í því áður.

10.02.2012 13:22

Ducati Diavel

Ducati Diavel kom á markaðinn á síðasta ári og er mjög  athyglisvert hjól. Þetta hjól bræðir saman línur sporthjóls og cruiserhjóls í skemmtilega blöndu og er með mjög sérstakt útlit. Þetta er semi-naked hjól með hlífum yfir hluta vélar.

Mótorinn er V-2 með  1198 cc slagrými og þjöppuhlutfalli  11,5:1 sem skilar 162 hö og togi uppá 127 Nm og  sagt er það geti skilað hjólinu frá 0-100km/klst á 2,6 sek!  Sem er á við það besta hjá sporthjólum.

Hjólið er með Brembo bremsur og er útbúið með Traction control (sem hægt er að slökkva á) Það er hægt  að velja um þrjár aksturstillingar : Sport, touring og Urban.

Ducati Diavel er sagt vera í sama undirflokki flokki og V-max, V-rod, Suzuki Boulevard og fleiri Muscle cruiser hjól, en það sem skilur á milli er að Ducati er léttara hjól með frábæra aksturseiginleika og það vegur aðeins í kringum 240kg!

Verðið er í kringum 17.000 USD og Carbon útgáfan í kringum  20.000USD.

Nú er bara að sjá hver verður fyrstur Drullusokka til að kaupa svona græju!


09.02.2012 08:53

Suzuki TS 250 árg 1974


Jæja næst var það TS 250 Súkka verslaði hana af vini mínum nokkra mánaða gamla og átti ég hjólið í tæpt ár, En seldi svo um páskana 1975 og þá sá dýrið ljósið svo skært var það að það logar enn. Ljósið hét CB 750 four árg 1971 eitt þriggja í landinu en það er önnur saga.Hér er gamli vel hærður og grindhoraður unglingur á TS 250 myndin er tekin sumarið 1974. þarna farinn að líta aðeins eftir bátunum í höfnini, sennilegast hefur Steini Tótu tekið myndina en hann átti fast pláss á aftursætinu hjá mér og svo þegar ég var að brasa í 750 Honduni hjá Hjalta vini mínum þá var Steini fjótur til og fór að djöflast á þessu hjóli um allt hann aðeins 14 -15 ára gamall, hann tók eftir því að mér var alveg sama enda átti cb 750 hugann allan og kúlurnar fóru að blómstra.Það komu 3 svona rauðar Súkkur og ein græn til landsins, falleg hjól en máttlaus höfðu ekki roð í TS 400 Súkkurnar sem voru jú mjög svipuð hjól.Sú græna sem kom ný fór í Hafnarfjörð og man ég að Hafnfirðingarnir kölluðu hana alltaf Bananann, og vildu meina að hljóðkúturinn væri eins og banani í laginu og ekki skemmdi liturinn fyrir. en mér þótti þetta vera flott hjól á sínum tíma.Jæja þá læt ég þessari umfjöllun um Suzuki lokið í bili að minnsta kosti. Ég fór á vertíð á eldgamlan spítupung hjá drepleiðinlegum kalli en já en.... Ég vann mér inn fyrir Hondu 750 og það var sko þess virði.

08.02.2012 09:40

Suzuki TS 125 cc árg 1973


Hér eru nokkrar myndir af fyrsta Mótorhjólinu  mínu að visu ekki sama hjólið en eins er það.Já svona var mitt fyrsta hjól eftir að Skellinöðrutímabilinu lauk. Hjólið verslaði ég hjá Ólafi Kr Sigurðssyni  sem hafði umboðið fyrir Suzuki hjól á Islandi jafnframt því að selja pílurúllugluggatjöld á Suðurlandsbraut 6. Innan um allar gardínurnar voru  nokkur ný hjól til sölu tvær 125 Súkkur tvær 250 Súkkur ein 380 götugræja og svo fjórar bláar TS 400 Súkkur sem mig langaði nátturulega mest í en ég átti bara ekki aur og gat ekki fengið aur Pabbi sagði fáðu þér vinnu  ég nennti ekki að vinna og úkoman var 125 Súkka sem ég átti svo bara fram á sumarið 1974 en hjólið eignaðist ég í des árið 1973.Sem sagt um vorið fór ég heim til eyja með Súkkuna Gummi Dolla flutti hana með bátnum Magnúsi Magnússyni VE 112 ,Hér var nóg að gera eftir gosið og óx manni fiskur um hrygg svo um munaði seldi 125 fljótlega og stækkaði gripinn um helming því næst var það 250 Súkka mun öflugri græja sem virkaði samt ekki rassgat en nánar að því síðar.

 Bæði hjólið og liturinn er eins og var á Sukkuni minni.Hér er svo ein blá en það kom engin svoleiðis til landsins

06.02.2012 10:00

Honda cz100 Monkeybike


Hér er eitt gæjalegt 50 cc frá sjöundaáratugnum hjól sem ekki var mikið framleitt af en littlir guttar voru sjúkir í enda lítið, engin kúpling og 3 gíra hálfsjálfskipt bara að gefa í og þú varst komin af stað. í dag er þetta hjól rándýrt svo dýrt að það dytti engum í hug að versla það nema kanski útrásarvíkingi um 2007. En hvað um það þá rambaði eitt svona upp á klakann árið 1966 nýtt og lá lengi í Hondaumboðinu og var að lokum selt hingað til Eyja hér djöfluðust einar 3 kynslóðir stráka á hjólinu þar ti yfir lauk og einhver kappi náði að sjúga hjólið upp á land fyrir einum 20 árum síðan og hefur ekkert til þess spurst síðan.
hér eru svo nokkrar myndir sem ég hef fundið af þessu flotta krakkahjóli sem gaman væri að leifa barnabörnunum að leika sér á og eins honum Dadda litla hann fengi þá loks að prufa alvöru mótorhjól.Það væri ekki amalegt að eiga eitt svona uppi á vegg í blskúrnum klárt í slaginn, og eins bara í skottinu á bílnum ef hann bilar þetta er betra en varadekk.Hondan er hard tail eins og Harley menn segja og meiar að segja demparalaust með öllu eins og alvöru Chopper.Hjólið sem kom hingað nýtt var svona með hvítum bensíntanka en rautt að öðru leiti en tankurinn var eins og á hefðbundini Hondu 50 þessa tíma.Hér er vélasalurinn í græjuni.Þessi mynd gæti nú alveg verið tekin í bílskúrnum hjá Dr Bjössa því þessi er búinn að ná að sjúga til sín helling af þessum þótt notin séu enginn.Hér er svo eitt í lokin sem búið er að preppa vel upp þetta Monkebike ku vera orðið það öflugt að það bókstaflega stíngur gömlu stríðsára framleiðsluna frá bretanum af hvort heldur það er Norton eða Triumph Það kæmi nú heldur betur upp fílusvipur á Óla Bruna þegar 8 ára gamall gutti myndi þjóta fram úr kallinum á Bresku kolalestini sem væri samt undir fullum dampi.

06.02.2012 09:42

Frændi Österbý ?
Hér er einn sem vel gæti verið frændi Österbýs á Selfossi,enda á sésmíðuðu hjóli sínu líkt og frændinn á Islandi.

05.02.2012 21:06

Alltaf blíða í Eyjum !!!!!

Það var flott veður í dag (kom að því) logn og 22° hiti +/- 20°. Það voru þónokkrir sokkar sem dustuðu rykið af hjólunum og kíktu rúnt. Ég hitti á Dadda og tók nokkrar myndir af hrísgrjónabrennurunum okkar.04.02.2012 23:09

Myndir frá Þorgeiri #116

Þorgeir var á ferðalagi um Malmö og slapp inná safn, hann sendi okkur nokkrar myndir þaðan,, takk fyrir það.
Ég veit sjálfur mjög lítið um þessi hjól þannig að ég ætla að sleppa því að tjá mig undir myndunum. En þið sem þekkið græjurnar endilega að kommenta.04.02.2012 20:51

Myndir frá Gauja Engilberts.

Guðjón Engilbertsson #16 sendi okkur nokkrar myndir (fyrir löngu) sem hann tók á sýningunni í íþróttahúsinu síðastliðið sumar, þannig að mér fannst tilvalið að rifja þá ágætu sýningu aðeins upp.

Gauji er mikill CB750 Honda aðdáandi (og á eitt slíkt sjálfur) þannig að við byrjum á þessari mynd.

Ég er mikill aðdáandi Fireblade þannig að þetta er næsta mynd.


TRIUMPH x2

Já og einn enn sem leyndist úti.

Norton x2 850 Commando (Biggi) 750 Commando (Gilli)

Ariel 1000 1947 Biggi Jóns.

CBX 1000 1980 Darri

Þetta var fínasta sýning, nauðsynlegt að rifja hana upp.......


02.02.2012 20:18

Alvöru mótorhjól........ekkert 1000cc bull.

Okkur barst annað nafnlaust bréf frá ósáttum fastagesti síðunnar.
Hann fékk upp í kok þegar að myndin af græna 1000 Kawanum byrtist um daginn.
Hann nefndi það nú samt að Kawinn væri stórglæsilegur og eigandinn alger öðlingur. En hann vill fá meiri umfjöllun um ALVÖRU mótorhjól hér á síðunni, þannig að hann sendi viðeigandi mynd af alvöru mótorhjóli með kvörtunarbréfinu, en vegna persónulegra ástæðna gat hann ekki komið fram undir nafni.

Ekkert Kawahondsúkjam, og engin 1000cc (það þarf ekki)

01.02.2012 21:11

Nýtt Hyosung GT650

Peyjarnir hjá Hyosong eru búnir að breyta framljósinu á GT650 græjunni, og hér er afraksturinn....

Eldra efni

Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 4275
Gestir í gær: 71
Samtals flettingar: 4888382
Samtals gestir: 645355
Tölur uppfærðar: 27.5.2020 04:43:38