M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2011 Desember

07.12.2011 14:52

Einn vel preppaður




Hér er einn tvígeingis 250 Kawi og búið að teygja hann upp í 48 cylindra 12,000cc það hlítur að vera góð tegjubyssa þetta og ætti að vera hægt að skjótast í Landeyjahöfn án þess að nota Herjólf, bara fara upp á hraun og botna græjuna og fá 2 takkt sparkið í afturendann og svo bara að lenda upp við þjóðveg 1 eða við Seljalandsfoss.

06.12.2011 21:32

Portimao-brautin á Portúgal

Hörður Snær #8 er aldeilis búinn að láta mótorhjóladrauminn rætast á þessu ári. Hann er búinn að fara tvisvar útí heim og leigja sér hjól á braut, fyrst til Almeria á Spáni og seinna á Portimao brautina í Portúgal. Hann fór í bæði skiptin í gegnum fyrirtæki sem heitir Focused events. Þeir bjóða uppá allskyns þjónustu sem snýr að svona ævintýrum. Hörður lét mig fá myndir frá ferðunum, reyndar get ég ekki opnað Almeria myndirnar, þannig að við byrjum á Portúgal myndunum.
Ég lofaði mér því fyrir nokkrum árum að fara á svona braut áður en ég verð þrítugur, ég verð að fara að huga að ferð ef ég ætla ekki að svíkja sjálfan mig.
Albúmið.

Karlinn reddý

Tööööfff



Sko, ég er ánægður með Bísann, hann smellti mynd af HONDU þrátt fyrir að hann þjáist af óskiljanlegri Hondu-fóbíu.....heheh



Vígalegur er hann.

06.12.2011 18:55

Harley Davidson auglýsing.




Hér er ein gömul auglýsing frá Harley Davidson  En þarna stendur bara
 " Stop Dreaming "

06.12.2011 14:07

Plakatið úr Fálkanum




Svona plakat hékk upp á vegg í Fálkanum á Suðurlandsbraut  8 í mörg ár og áður á Laugarveg 24 en Fálkinn sá um allan innfluttning á bresku mótorhjólunum hér á árum áður. Mikið horfði maður á þessa mynd og lét sig dreyma stóra drauma með galtóma vasa enda 15 -16 ára gamall.
Hjólið er BSA Spitfire 650 cc og er árg 1967. Svo 30 árum síðar varð draumurinn að veruleika þegar ég eignaðist svona Spitfire hjól en það var bara orðið of seint enda breitast draumarnir mikið á 30 árum.

06.12.2011 00:22

Hammara Hallinn






Hamburger Harley Kaninn elskar Hallana og hammarana líka

05.12.2011 16:06

Kawasaki ZZR 1100




Hér er Kawasaki ZZR 1100 Hjólið hans Einar Sigþórs og má hér sjá vinnkonu hans máta gripinn ( það er hjólið ) En þess má geta að Einar náði alveg undraverðum árangri í að hjóla á afturhjólinu með stelpuna á og fáir komust fram úr honum með skvísuna skínandi aftan á, enda alvöru hnakkaskraut þarna á ferð. Þetta er alvöru drottning.

05.12.2011 11:50

Meira af Ugly bikes


Þar sem ég er að stunda sjóinn nokkuð stíft þessa mánuðina að þá hefur mér gefist smá tími á netinu og er kveikjan af þessari ransókn minn pistillin sem Sæþór setti inn í gær. En ég er búin að leita töluvert af ljótum hjólum á netinu og þetta er afraksturinn



Hér er þessi líka flotta vespa og væri ath fyrir Tóa Vídó að ná sér í eina svona glæsivespu



Þessi gæti líka komið vel til greina.



Þessi græja minnir óneianlega á gömlu Amerísku kaggana sem smíðaðir voru um 1960 og gaman væri að sjá Gísla Sveins á einu svona, en Löggan ánægð á svipinn með tækið.



Hér er Vincent



Og önnur af Vincent.



Og hér ein MV Agusta fyrir Hörð Snæ.



Böhmerlandinn fyrir Sigga Óla



Einn Racer  pínulítið svolítið trukkslegur fyrir Dadda.



Og ljóti Buellinn aftur.



Eitt Victory fyrir Hermann.



DR Bjössi myndi nú slefa vel yfir þessari gæju enda greinilega Austantjalds racer af öflugustu gerð.



Og svo einn Chopper svona í lokin.

04.12.2011 21:59

Ugliest bike ever....


Hvaða hjól ætti að fá titilinn ljótasta mótorhjól allra tíma ?
Þessi Buell er allavega á topp 5 listanum.



Er þetta ekki forveri Buellsins

Og  Böhmerlandinn OHV Long Turing ætti að vera þarna á topp 5 yfir þau ljótustu


04.12.2011 12:07

Ja hver er maðurinn ?




Já hver er nú þetta ég var að skoða gömul myndaalbúm og rakst þá á þessa mynd og var lengi að spá í því hver þetta væri og viti menn er þetta bara ekki klefafélagi minn úr Norrænu þarna að fá sér smá bjútí enda þreyttur eftir að hafa verið lengi að fram eftir nóttu að mynda á barnum. Svo hver hefnir sín á hverjum Hörður minn Ha Ha Ha.

03.12.2011 20:45

Í Norrænu



Þessi mynd var tekin á barnum í Norrænu, karlinn var farinn í koju en þurfti svo skyndilega að kasta vatni, þannig að hann fór fram á kamarinn og læsti sig úti, þurfti þá að fara á barinn til að fá lykil hjá herbergisfélaganum, guði sé lof að karlinn svaf í bol. Sagan segir að það hafi verið klósett inní klefanum sem hann gisti í og að hann hafi bara verið búinn að gleyma því, en ég get ekki staðfest að það sé satt.

02.12.2011 18:54

Dagatal Drullusokka 2012




Nú er vinnu við dagatal  M/C Drullusokka að ljúka en það er ættlun okkar að senda félagsmönnum eintak af þessu fyrsta dagatali okkar sem að þesssu sinni er að mestu tileinkað frumkvöðlunum í mótorhjólasögu okkar eyjamanna. En svona mun forsíðan líta út

01.12.2011 20:30

Meira frá Færeyjum


E-ð spjall í gangi og Hermann, já kannski í vasa-billiard ?

Landslagið ekki ósvipað því sem við venjumst hér á Íslandi.



Gústi lítur út fyrir að vera rifja upp gamla "skate" takta, rauði húsbíllinn fyrir aftan heillar líka afskaplega.

Smyrill bundinn við bryggju, hann siglir á milli Þórshafnar og syðri eyja Færeyja.



V-Maxinn hans Hermanns, ég hitti Hermann um daginn og eftir það spjall bíð ég spenntur eftir að sjá hvernig Maxinn kemur undan vetri.

Við þökkum Herði kærlega fyrir myndirnar.
Hér er albúmið.

01.12.2011 10:55

Merktar vörur

Sérmerktu vörurnar komnar í hús !
Merktir stuttermabolir með Drullusokkamerki að framan og áletruninni "Ég er Drullusokkur" á bakinu.
Stór bjórglös og kaffikönnur með Drullusokkalógó.

Verð á bolunum  er kr. 2.500-
Verð á glösum er kr. 1.200-
Verð á kaffikönnum er kr. 1.300-

Hægt að nálgast þetta í Reykjavík hjá Hermanni í síma 892 0420.
Vörurnar eru fáanlegar í Bragganum í eyjum.


Koma svo Drullusokkar- Þetta eru klárlega jólagjafirnar í ár!

Flettingar í dag: 233
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408287
Samtals gestir: 86213
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 01:12:10