M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
foldahraun25@gmail.com

Færslur: 2011 Nóvember

02.11.2011 13:03

Yamaha TZ 350 árg 1976


Ekki hafa ratað mörg mótorhjól hér upp á klakann sérsmíðuð sem race hjól sem engöngu eru smíðuð til kappakstra á lokuðum brautum. En þó er till eitt slikt sem Einar S Ólafsson á og hefur átt í nokkur ár.Græjan sem hér um ræðir er 1976 árgerðin af Yamaha TZ 350 tútakt 2 cylindra vatnskælt og sníst hratt í 14000 snúninga og hröðunin gífurleg Við Siggi Árni hittum Einar og prufaði Siggi hjólið og átti ekki til orð svo vel vinnur þetta Race hjól fortíðarinar.Ég skal trúa að Siggi Árni hafi haft gaman af að fá að taka aðeins á þessu hjóli enda heirðist mér hann ánægður eftir túrinn.

Hér er Einar nýbúinn að gangsetja gripinnEkki náði ég mynd þar sem snúningurinn fer í 14000 enda snögg græja með eindæmum.Hér er mótorhúsið í TvígengisgræjuniHér er svo Siggi Árni # 6 klár í prufurúntinnOg hér kominn aftur heilu og höldnu. Þótt Siggi sé vanur Yamaha R1 1000 cc hjólum nútíðarinar þá átti hann ekki til orð svo mikil var snerpan.Það má svo bæta hér við fyrir guttana sem nú eru á fullu í þessum Race hjólum að það eru líka til gömul hjól sem virka og það vel þó ekki sé tölvudrasl í þeim.

01.11.2011 19:39

www.crmc.co.uk


Ég rakst á þessa síðu á vefnum. Þessir eru að gera góða hluti í að viðhalda mótorhjólasögunni. Klúbbur sem snýst um að keppa á gömlum hjólum, mörg þeirra eru virkilega flott og vel komin til ára sinna og ökumennirnir margir líka.
Miðað við þetta þá er ekkert útilokað að maður taki reis á Blade-inu eftir 30-40 ár, hver veit : )
Linkur á síðu klúbbsins
Hér fyrir ofan er svo video frá klúbbnum, ágætis video en tónlistin heldur lúin eins og kauðinn á 2:45 í video-inu

           B.S.A. á sterum......Eldra efni

Flettingar í dag: 1229
Gestir í dag: 973
Flettingar í gær: 368
Gestir í gær: 159
Samtals flettingar: 4839278
Samtals gestir: 634947
Tölur uppfærðar: 25.2.2020 21:19:12