M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

Færslur: 2011 Október

30.10.2011 22:53

Vafrað um á ebay

Það er alltaf gaman að flakka um ebay og skoða verð og úrval, hér að neðan eru nokkrar græjur sem gætu verið athyglisverðar.

Kawasaki ZX-7R 1991
item number 330632491583
ekið 2800 mílur
hæsta boð $ 8050 reserve not met.

Triumph Bonneville T120 1968
Item number 250919095526
ekið 13000 mílur
hæsta boð $ 5000 reserve not met

Honda CB400 four 1975
item number 160672814408
ekið 346 mílur
hæsta boð $ 8353 reserve not met

Honda Z50 mini trail 1968
item number 250919104009
hæsta boð $ 510

30.10.2011 00:54



Fyrr í kvöld settist ég í sófann og ætlaði mér að taka því rólega og horfa á sjónvarpið, en eins og svo oft áður var ekkert boðlegt á dagskránni þar. Þá var ekkert annað að gera en að breyta til í stofunni, smella sér í settið og horfa á nýjustu stofumubluna.

Hér er svo nýjasta mublan í stofunni, enginn flatskjár slær þessu við.

Ef þið lumið á mótorhjólatengdum ljósmyndum sem að gaman væri að birta hér á vefnum, hvort sem þær eru gamlar eða nýjar, hafið þá endilega samband. Myndasafnið hér á síðunni er stórglæsilegt og alltaf gaman að bæta við það skemmtilegum myndum af mótorhjólamenningu eyjamanna.
[email protected]

28.10.2011 22:53

CLASSIC BIKES. CO. UK

Þessi síða er nokkuð flott. Gömul hjól í uppgerð og til sölu, saga Kawasaki Z1 hjólanna, Kawasaki 500 2stroke hjólanna og Honda CBX 1000, margir linkar inná flottar síður og margt fleira skemmtilegt.
www.classicbikes.co.uk


26.10.2011 20:51

Bræðurnir Biggi og Stebbi Jónssynir



Hér eru gamlar myndir sem ég tók af þeim bræðrum Bigga # 5 og Stebba # 13 þeir bræður báðir eru samofnir mótorhjólabakteríuni hér í Eyjum en saman hafa þeir verið hjólarar í hátt í 80 ár það er bara tíminn sem flýgur svona hratt þeir báðir eru enn hjólandi og vel virkir í Drullusokkunum enda ungir menn í anda eins og pabbi þeirra Jón Þórðarson sem enn er einig ungur í anda orðin nýræður og bara flottur.



Báðir þeir bræður tilheyra hinum Breska armi mótorhjólana hér þó Biggi sé nú harðari í Bretunum samt hefur hann mildast smá í gegnum áratugina enda sannaðist það þegar hann verslaði sér Italskan Ducati á dögunum. Stefán á enn Triumph hjólið og er búinn að eiga það síðan árið 1968 en þá verslaði hann það af Guðmundi Tegeder sem nú er nýlátinn.Stebbi á einig Suzuki GSXR 1100 hjól af árg 1990 og svo Harley Davidsson V Road af árg 2003.



Mikið leit maður nú upp til þessara gaura þegar maður var gutti á Honda 50. Þessar myndir eru teknar árið 1987 og má sjá litla strákinn sem er þarna til hægri en þetta er Siggi Árni # 6. Hann er fæddur árið 1984 og er því þarna 3 ára gamall.



Eins og sjá má á þessari mynd að þá eru hjólin þeirra bræðra í topp hirðu og hafa alla tíð verið enda til fyrirmyndar í alla staði.Við þessir strákar hér þurftum að vinna hörðum höndum fyrir hjólunum okkar og bárum þar að leiðandi virðingu fyrir þessum hlutum sem við þurftum að hafa svona mikið fyrir til að eignast.

25.10.2011 22:48

Honda ValKyrie Rune 2004

Hér er smá umfjöllun um Rune Honduna sem var reyndar bara í boði árið 2004, og frekar fá hjól framleidd eða 3940 stk. og aðeins fyrir ameríku markað. Það hafa nú nokkrar svona Hondur rápað til Íslands, en engin til eyja, ekki enn.
Hjólið er með 6 cyl. 1836cc vél (úr GoldWing), 119,78 hö/5500sn./min, 169,5Nm/4000sn./min., drifskaft, vatnskælt,  380kg með vökvum, 0,23 hö/kg, bensíntankurinn tekur 23,5l.
Hönnun hjólsins er mjög óvenjuleg og minnir kannski helst á HotRod bíl, hönnunarvinnan tók 6 ár. Útlitshönnunin átti að vera öðruvísi en allt annað á markaðnum, hjólið átti að hafa þetta custom lúkk sem að það sannarlega hefur. En Honda menn segja að það að teikna hjólið hafi verið barnaleikur miðað við það sem tók við næst, því að þetta hjól varð að standast allar reglugerðir og mengunarkröfur, vera gott og þægilegt aksturshjól eins og aðrir fjöldaframleiddir krúserar. Það er e-ð sem custom sjoppurnar úti í heimi hafa aldrei þurft að spá í. Á endanum varð þetta merkilega hjól til, sem hefur djarft og flott útlit og góða aksturseiginleika.




Hér er svo skemmtilega hallærissleg auglýsing

25.10.2011 15:00

Hilmar gamli á Rörinu




Hér er mynd sem ég tók af Hilmari gamla Lútherssyni í Hafnarfirði árið 1992.Þetta hjól kallaði sá gamli alltaf RÖRIÐ. Það var vegna þess að stellið í því er notað sem olíukanna ( Oil inn Frame ) græja. Hilmar notaði gripinn svona dags daglega og eitt örrfára hjóla sem hann hefur átt og ekki gert sem nýtt heldur bara notað.



Hér er svo nærmynd af Rörinu í Rörinu gamli sagði að þetta væri gamalt skólprör frá Bretlandi sem virkaði svona þræl vel í Bretanum sem er af árgerð 1972 og hét nýr Triumph Bonneville 650 cc og komst í 200.

23.10.2011 21:54

W800 special edition

Kawasaki býður uppá special edition á W800 Kawanum, eins og sjá má á (rímar flott)
www.kawasaki.eu



23.10.2011 21:29

Marco #58




Maðurinn sem lést í MotoGp keppinni í Malasíu síðastliðna nótt.
Hann keyrði fyrir Gresini Honda, var að klára sitt annað tímabil í MotoGp.
Hann byrjaði að keppa í 125cc árið 2002 og vann alls 14 keppnir þar, til ársins 2006 þegar hann fór í 250cc flokkinn þar sem hann vann 12 keppnir og var heimsmeistari 2008 og í öðru sæti 2009. Árið 2010 byrjaði hann að keyra í MotoGp flokknum og náði sínum besta árangri (öðru sæti) um síðustu helgi í Ástralíu.

23.10.2011 13:35

Töffari á GSXR 1100


Hér koma tvær myndir sem ég tók sumarið 1991 af Sigurjóni Andréssyni á splunku nýrri 1100 Súkku sem hann átti að vísu ekki lengi en í dag er hann greyfi hjá einu tryggingarfélaginu og passar upp á aurana þeirra svo vondi kallinn komi ekki og taki þá. En ég er ekki að tala um að vondi kallinn sé Finnur Ingólfsson síður en svo það er litli maðurinn sem er bófinn.



Þessi 1100 Súkka var virkilega fallegt hjól og litasamsentningin í því sú alflottasta sem gerðist á þessum árum.



Sigurjón seldi hjólið til Reykjavíkur sennilega árið 1992 og sá ég það ári síðar og brá enda leit það orðið út eins og gamall garmur eins og það var nú flott þegar það var hér.

22.10.2011 21:56


20.10.2011 22:02

Fireblade 2012

Honda kynnti endanlega útfærslu á 2012 Fireblade-inu fyrir u.þ.b. mánuði.
Hér er linkur á kynningarsíðu hjólsins.
HONDA CBR1000RR Fireblade 2012

18.10.2011 22:52

Almanak


Á síðasta aðalfundi var samþykkt að útbúa almanak fyrir árið 2012.
Árið 2011 flýgur áfram, þannig að við verðum að fara að huga að hönnun og gerð almanaksins. Gilli Hjartar hjá prentsmiðjunni Eyrúnu getur græjað almanakið, en þá er bara að komast að niðurstöðu um hvernig það á að vera.
Eigum við að safna saman myndum frá meðlimum, eða hittast og taka nýjar myndir. Það kæmi líklega fínt út að vera með 4 myndir á síðu, og þá 48 í heildina,
Jæja Drullusokkar, endilega kommentið þið nú, segið það sem ykkur finnst....

18.10.2011 21:34

5 ára afmæli Gaflara

Gaflararnir héldu upp á 5 ára afmælið sitt síðastliðin laugardag, þrír Drullusokkar mættu á fögnuðinn; Gummi #73, María #177 og Steini Tótu #24 og afhentu Sigurjóni formanni Gaflara gjöf fyrir hönd Drullusokka. Allt fór þetta vel fram og sokkarnir sem voru á staðnum ánægðir með veisluna. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá Gumma og Maríu, Tryggvi tók svo myndir af plattanum (gjöfinni), hann hendir þeim kannski hér inn.

Afhendingin á gripnum, e-ð er nú óþarflega bjart þarna....


Sigurjón með plattann góða.

Myndir

17.10.2011 09:41

Oddur í Lyngfelli á Bonneville 650


Hér eru myndir af Oddi heitnum Guðlaugssyni í Lyngfelli sitjandi á nýjum Triumph Bonneville af árg 1967 en hjólið átti þarna Guðmundur Tegeder. Oddur var nú aldrei sjálfur hjólari en litríkur karater með eindæmum já svo vægt sé til orða tekið en Oddur lést langt fyrir aldur fram rétt þrítugur að aldri af slysi sem var skelfilegur harmleikur. 



Hér er Oddur töffaralegur fyrir utan Lyngfell en í dag er þarna hestabú en í den
voru það hænur og
aftur hænur.



Ekki þekkjum við littlu stúlkuna sem situr fyrir framan Odd en þarna gæti verið dóttir hans



Hann er flottur þarna splunku nýr Triumphinn en myndirnar eru teknar árið 1967

Flettingar í dag: 1993
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1410047
Samtals gestir: 86246
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 09:05:28