M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

26.11.2015 08:26

Á döfinni



Nú fer að detta í jólamánuðinn hvað og hverju og eins og ákveðið var á aðalfundinum í september, þá ætlum við að hittast eitthvað kvöldið í desember og éta einhvern viðbjóð og hlusta á ameríkusöguna hjá sennilega hæsta manni klúbbsins.
Semsagt Geir Jón og Simmi í Viking tours keyrðu route66 fyrir nokkrum árum, þeir ætla að segja okkur frá ferðinni og sína okkur myndir.

Svo er verið að skipuleggja afmælissýningu klúbbsins sem haldin verður næsta vor, meira um það síðar. Klúbburinn verður jú 10 ára árið 2016.

Svo minnum við á fimmtudagshittinginn í kvöld kl 20:00.

Flettingar í dag: 900
Gestir í dag: 47
Flettingar í gær: 11218
Gestir í gær: 73
Samtals flettingar: 1878046
Samtals gestir: 98143
Tölur uppfærðar: 3.4.2025 06:23:30