Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
03.05.2015 15:08
Ferðasagan 1976. partur 3
Partur 3 Akureyri
Heiddi kom á Torgið og bauð okkur velkomna eins og alla hjólamenn sem til Akureyrar komu í hans tíð, reddaði mönnum og hjólum, alveg í logandi hvelli og vandamál voru geimverur.
Á korteri var búið að græja viðgerð á hjólinu. Bragi Finnboga, eigandi Akureyrar Hondunnar, eins og við kölluðum hana, systir minnar, þ.e. Hin sem kom í sama skipi ´71 og eldri bróðir Stebba Ílu var fenginn í málið og byrjað yrði strax daginn eftir. Einar átti ættingja uppi á Brekku ( tilviljun ) og þar gistum víð í góðum málum.
Daginn eftir var mótorinn tekinn úr Hondunni á bílastæðinu og settur í mekka hendur Braga, sem tók í sundur og reddaði ál-suðumanni til að bralla í mótor helmingana ( Sem eru reyndar frægir í annarri sögu ) og hand slípa planið þar sem keðjan kom inn. Þessi suða er enn í hjólinu tæpum 40 árum síðar og hefur farið víða um lönd og nokkra hringi um Norðurey.
Hér eru allar fjögura cylindra Hondur Islands þessa tíma saman komnar á Akureyri.
Eftir að hafa brölt mótornum í skúrinn til Braga, stóð Hondan úti á plani, hálf nakin og ræfilsleg að okkur fannst og kominn tími á okkur að fara í bað. Það var upplit á sundlaugargestum þegar við skoluðum þjóðveg eitt af okkur og úr síða hárinu. Gólfið í sundlaugar sturtunni varð eins og vigtarplanið heima í loðnulöndun. Svo skolaði maður sokkana og nærfötin,og fór í hitt settið, og hengdi blauta dótið á ofninn um kvöldið.
Einn daginn í skúrnum vorum við að stumra yfir mótornum, Bragi og við frændur, þegar óvenju mikill snúningur heyrist utan frá úr CB 500. Ég stakk upp á að Einar hefði hitt Tugtann og gott væri að opna hurðir fyrir hann. Nei ekki alveg svo. Þarna höfðu hins vegar örlög Einars og framtíð ráðist. Hann stökk af hjólinu, reif af sér vettling hægri handar og tróð hendinni í andlitið á okkur með svip sigurvegarans. Við sniffuðum og fannst lyktin "sérstök". Kom úr dúrnum að Einar hafði fundið sinn lífsförunaut og var ilmurinn af fyrsta alvöru fundi þeirra hjóna.
Hér erum við frændur búnir að rífa mótorinn úr græjuni minni á malarplani sem var í stíl við vegina.
Einhvern vegin úr rykinu byrtist Tommi í bænum tveim nóttum síðar eða svo. Hafði skilið 400 Kawann eftir bensínlausan við Þelamörk og labbað til Akureyris. Fyrir GSM var þetta gert svona en við vissum ekki fyrr en hann bankaði uppá seint um nótt. Bærinn var ekki stærri en svo að hann gekk um þar til hann fann hjólin og bankaði þar! Beyr frændi keyrði hann með brúsa að sækja misgengis græjuna en þá kom í ljós að kúplingin var í steik og Tryggvi tók fram spottann, vanur maður og dröslaði Tomma í bæinn.
Hér er 400 misgengis Kawinn hans Tomma í Höfn.
Stoppið í bænum varð að 10 dögum áður en við vissum af. Hryllilega gaman. Þar sem við þekktum Heidda, var allt í boði sem bærinn hafði að bjóða. Það var hreinlega þjófstart að vera með honum á ferðinni. Allavega var viðhald Bergsættarinnar ekki í hættu. Gekk svo langt að frændi lánaði mér Honduna sína eitt kvöldið til Dalvíkur í brýnt erindi. Hann var stíft hugsi þann daginn.
Eitt kvöldið í tunnuportinu við Sjallann upphófst röð ótrúlegra hendinga lífsins. Verandi í djúpum samræðum við innfæddan tourist guide, farinn úr leddaranum svo henni yrði ekki kalt að sitja á tunnulokinu sem voru úr stáli í denn ( Zinkhúðuð í S & M ), kom í ljós daginn eftir að veskið hafði yfirgefið jakkann meðan enginn leit eftir.
Málið var talsvert snúið þar sem nafn ferðaþjónustu aðilans hafði ekki verið til umræðu svo ég gerði það sem borgarar gera, snéri mér til yfirvalda og tilkynnti veskið týnt. Fór í Ferkantinn við Þórunnarstræti og sagði frá því sem þeir þyrftu að vita um veskið. Kemur að þessum samskiftum síðar.
Og mótorinn klár í að rífa hann sundur. Og 500 Hondan hans Einars lúrir þarna á bakvið.
Mótorinn í Hondunni var kominn saman og í, á viku. Við tók Gann með helling af spæni þangið til dekkið var eiginlega búið. Ekkert nýtt dekk var í boði í Norðurampti það sumarið.
Þegar hér er komið í sögunni kemur Renolds aftur að málum. Þar sem hann er bróðir myrkrahöfðingjans Lucas, er ljóst að bilun getur hæglega haft áhrif á nær umhverfi sitt, þ.e. Bilanir flytjast milli hjóla. Þetta vita hjólamenn. Nipparnir fengu þetta með þegar þeir stálu evrópska hugvitinu um öldina miðja.
Beyr frændi fer að heyra og finna brak í Hondunni þar sem við erum að spóla á glænýju malbikinu á Glerárgötunni. Maður spólaði út annann meðan tjaran var blaut!
Þarna var gúmmað út í eitt eins og engin væri morgundagurinn, tala nú ekki um hvað það var líka erfitt að fá dekk en who keres.
Við sáum ekki samhengið þá, en drátturinn upp Heiðarsporðinn hefur sennilega drepið endaleguna í gírkassanum. Ekki bætti Tomma drátturinn. Allavega, hún var farin og blankur Beyr vildi laga þetta heima. Sem passaði vel fyrir Tomma sem líka var orðinn blankur og treysti sér ekki auralaus austur fyrir land. Flótti var líka að bresta á liðið, yfirvofandi trúlofanir og leiðindi ef menn færu ekki að drífa sig.
Þótt vélin í hjólinu mínu væri sundurrifin í bílskúr úti í bæ þá skemmtum við frændurnir okkur alveg konunglega þessa 10 daga á Akureyri.
Úr varð að Hondan og Misgengis Kawinn voru sett á bíl með þekktum trúarbrögðum bindingamála sem dugðu þó ekki gegn malarvega fjöðrun flutningabíla þegar heim var komið. Sama hvað vel var bundið, þá urðu nudd skemmdir á hjólunum. Tryggvi reyndi svo að keyra til Þorlakshafnar en var rétt kominn niður Þrengslin þegar úrtaks öxullinn yfirgaf gírkassann. Með í för, til andlegs stuðnings , var vinur okkar Steinþór frá Hveragerði, Trabant og Gó Gó eigandi. Hann keyrði niður í þorp. sótti spotta og dró frænda til baka á Trabbanum þar sem dallurinn var farinn. Utanladsferð Tryggva endaði svo með gamla Herjólfi frá Reykjavík, í sinni síðustu ferð til Eyja.
Við Einar ákváðum að hætta ekki í miðju bulli, vera Mano og láta vaða á veginn, sem við gerðum.
Hér er Beyr frændi komin heim til Eyja og búin að skipta um legur og bara hamingjusamur. En við Einar héldum áfram austur með landinu áhveðnir í að klára hringinn.
Maður fór á símstöðina, fékk klefa og hringdi í mömmu Tótu, sem fór í útgerðina, fékk fyrirfram og sendi pening daginn eftir í póstávísun á það pósthús sem næst var vitleysunni hverju sinni. Klikkaði aldrei.
Framhald síðar.
Skrifað af Steini Tótu.
Eldra efni
- 2024
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember