M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

17.03.2015 07:26

Smá samantekt frá Óla (ekki) bruna.




2015 KawasakiConcours 14 ABS

 

Margir hafa dásamað FJR Yamaha sem alvöru ferðahjól og það er skiljanlegt miðað hvað Yamminn hefur verið í framleiðslu lengi sem og vinsælt hjól. En sumir segja, já sumir að í raun sé Yamminn skellinaðra við hliðina á KawasakiConcours 14 ABS !! Concours má þýða sem fullmótað hjól og þessi græja er nokkuð nálagt því (allavega segja sumir hjólablaðamenn það). Saga þessa hjóls eða réttara sagt nafnið á hjólinu má rekja aftur til ársins 1986, en undir þessu nafni hefur Kawasaki framleitt hjólið sem Supersport ferðahjól. En orginal hjólið ZG1000 var framleitt í nær 21 ár án mikilla breytinga og grunnurinn að því var sóttur til Ninja 1000.

Councours hjólið var kynnt almenningi árið 2008 og var valið hjól ársins það ár af t.d. Rider blaðinu. Það vakti strax mikla athygli, enda ekki nema von með þennan mótor í ferðagræju og var Concours hjólið með innsigli til að takmarka hámarkshraða við 186 mílur á klst. (held reyndar sjálfur að þessi fullyrðing eigi við annað hjól frá Kawasaki), eða eins og ZX14 hjólið. Þessi græja kemur auðvitað ABS bremsukerfi og ýmsu öðru sem fjallað verður betur um hér á eftir. Hjólið kemur með fjögurra strokka vatnskældum línumótor er í raun 1352cc og með tveimur yfirliggjandi knastásum og sextán ventlum. Uppgefið 144.2 hestöfl, tog er 95.3, því ætti aflið að duga jafnvel hörðustu "plastgræjuköllum". Gírkassi er sex gíra og skipting er mjög mjúk. Hjólið kemur með svokölluðu Tetra-Lever drifskafti sem gerir það að verkum að hjólið lyftir sér nær ekkert til hliðar við hressilegar skiptingar. Hjólið hikar aldrei við inngjöf, tekur við nær öllu við nær allar aðstæður.


Grind er úr áli Monocoque og er mjög létt. Hjólið er búið alvöru bremsum, að framan eru tveir fljótandi diskar og bremsudælur eru með fjórum stimplum, að aftan er einn diskur að vanda og bremsudælar er með tveimur stimplum. Hjólið er með KTRC tölvustillingu fyrir átak til afturhjólbarða og svokallað K-ACT ABS bremsukerfi. Reyndar eru ekki miklar breytingar á hjólinu frá árinu 2014, en samt reyna Kawa menn að gera alltaf eitthvað nýtt, það er komið annað sæti, önnur framrúða, þ.e. hægt að stilla loftflæði betur að ökumanni. Einnig nýjar hlífar utanum hljóðkút, bremsukerfi uppfært, fyrsti gír er aðeins lægri, en af hverju að vera gera einhverjar stórbreytingar á einhverju sem virkar ??!! T.d. nota Kawamenn enn barka á bensíngjöf í stað einhverja tölvukubba, en einn smá galli á því engin hraða stillir (cruisecontrol).

 

 

 

Prufuökumenn hæla þessu hjóli mikið þ.e.a.s. seinni tíma hjólum, fyrstu árgerðir vöktu ekki eins mikla hrifningu. Áseta er mjög þægileg, stýrið liggur vel við ökumanni, fótstandar eru þannig staðsettir að ökumaður á gott með að taka utanum bensíntank með hnjám, þú situr "dulítið" eins og á sporthjóli. Sætishæð er 32.1 tomma (reikna svo). Nýja sætið er þægilegra ásetu og mjórra að framan heldur en eldri árgerð, veitir einnig betri stuðning og er með betra áklæði þannig að þú rennur ekki til við að bremsa eða halla hjólinu hressilega. En hjólið er þannig byggt að það má halla því hressilega í beygjum án þess að reka neytt niður. Til þæginda kemur græjan með hitahandföngum. (uss ekki hiti í sætum !!).  Hjólið er engin léttagræja vigtar um 692 pund með öllum vökvum. Hjólið kemur með hliðartöskum sem ættu að duga öllum, ja allavega flestum ef þeir ferðast einir, spurning með þegar konan vill fara með !!??

Stolið og stílfært af netinu og úr blöðum.

Óli bruni


Flettingar í dag: 742
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408796
Samtals gestir: 86227
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 02:15:18