Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
03.02.2015 21:02
FJR Yahamaha
Yamaha FJR 1300ES árgerð 2015
Ekki er hægt að byrja fjalla um mótorhjól á nýju ári nema byrjað sé á næstbesta mótorhjóli heimsins þ.e.a.s. Yamaha FJR 1300ES, en vonandi fljótlega verður fjallað um langbesta mótorhjól heimsins Suzuki Bandit 1250 sem hefur verið verulega uppfært fyrir árið 2015 (ekki veitti af !!). Þetta álit um bestu hjól heimsins er samkvæmt könnun sem gerð var í frægum mótorhjólaklúbb sem kenndur er við Hafnafjörð, könnun þessi var framkvæmd samkvæmt sovéskri fyrirmynd !! En að öllu bulli slepptu !! þá snúum við okkur að þessu þekkta ferðahjóli og áður en lengra er haldið þá ætla ég á nýju ári að reyna stytta mínar greinar því heyrst hefur að engin nenni að lesa nema hámarkið svona ca. eina A4 síðu !! Því alltaf má bæta við þekkingu sýna með því að skoða meira um öll hjól á netinu.
Nýja FJR-ið er alvöru nútíma supersport ferðagræja sem hönnuð er með löng ferðalög í huga, með miklum þægindum fyrir bæði ökumann og farþega og hægt að taka með fullt af farangri, mikið er af tæknibúnaði til að létta ökumanni allar aðgerðir sem og að auka öryggi og þægindi.
Vélin er 1298 cc, vatnskæld fjögurra strokka línumótor, með tveimur yfirliggjandi knastásum, er sextán ventla, gírkassi er fimm gíra (af hverju ekki sex??), blautkúplingu, er með beinni innspýtingu tölvustýrðri að sjálfsögðu. Bensíntankur er 6.6 gallon um 25 -26 lítra. Fjöðrun er tölvustýrð, hjólið kemur með "krúsi" en takki fyrir krúsið er vinstra megin á stýri, ABS bremsur eru standard, en fram og afturbremsa eru samtengdar, einnig með hituðum handföngum, framrúða er rafstýrð til að hækka og lækka að vild, afl til afturhjóls er tölvustýrt einnig, þannig að engin ætti að spóla sig á hausinn, ökumaður getur ákveðið þetta átak að eigin vali, en tölvubúnaður hjálpar einnig til, hann er kallaður YCC-T. Mælaborð sýnir þér nær allt sem þurfa þykir eftir margra ára reynslu við framleiðslu þessa hjóls. Handföng fyrir bremsu og kúplingu eru stillanleg. Hægt er að stilla sætishæð fyrir ökumann, sem og stýri. Allur þessi búnaður gerir hjólið að frábæru ferðahjóli. Hámarkshraði er rúmlega tvöhundruð, sem ætti að duga miðað við 90 km hámarkshraða hér á landi.
Pústkerfi er fjórir í tvo og að sjálfsögðu með öllu hugsanlegu mengunardóti og skynjurum til að tryggja rétta blöndu og þar með eyðslu. Hjólið kemur með tveimur hörðum hliðartöskum, en einnig er hægt að bæta við topptösku sem kemur að góðum notum og þá sérstaklega að þægindi farþega aukast við að getað hallað sér að topptöskunni, sem og að sjálfsögðu meira af farangri, þannig að makinn getur tekið með sér straujárn og fullt af aukaskóm !! Það er handfang á hlið hjólsins sem léttir átök við að koma hjólinu á miðjustandara. Framljós eru tvö og eru þau LED og hægt að stilla hæð þeirra miðað við hleðslu hjólsins.
Einnig eru a.m.k. framstefnuljós einnig LED. Ágætis geymsla er einnig undir sæti og þar eru einnig verkfæri. Þetta hjól er eins og sagan segir okkur frábært ferðahjól og hefur verið það í mjög mörg ár. Sjá einnig meðfylgjandi tækniupplýsingar.
Stolið og stílfært af netinu
Óli bruni
Eldra efni
- 2024
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember