M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

11.09.2014 22:49

Aðalfundurinn



Laugardagurinn 13.09.14.

Spáin lofar góðu, þannig að það er gott útlit fyrir rúnt.
  • Kl.14:00. Við hittumst í Friðarhöfninni og keyrum nokkra hringi saman.
  • Kl.16:00. Mæting í Gullborgarhúsið þar sem fundurinn fer fram. Kosið verður í stjórn, ársreikningurinn sýndur, farið yfir Drullusokkaárið sem er að líða og farið yfir hugmyndir næsta Drullusokkaárs. Ef þið hafið áhuga á stjórnarsetu eða hafið hugmyndir sem vert er að viðra þá er þetta staður og stund til að tjá sig.
  • Kl.20:00. Þá verður étið, nokkur rollulæri verða grilluð með einhverju sniðugu meðlæti (þá getur Gúri greyjið hlíft okkur við hebreskunni og komið yfir), einnig verður boðið uppá nokkrar tegundir af vökva, svo tekur við bull & rugl að hætti Drullusokka e-ð fram á kvöldið.

Þá er bara að koma sér í gírinn fyrir laugardaginn, hittumst hress.

Flettingar í dag: 47
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1376
Gestir í gær: 88
Samtals flettingar: 1414729
Samtals gestir: 86411
Tölur uppfærðar: 25.11.2024 00:56:37