M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

29.06.2014 21:46

Frá skoðunardegi drullusokka þann 26 júní.


Set hér nokkrar myndir inn frá skoðunardegi okkar um daginn. En það stendur til að Drullusokkar fjölmenni á hjóladaga á Akureyri sem haldnir verða dagana 17 til 20 júlí næstkomandi en það verður stóra ferðin okkar í ár. Undanfarin tvö ár höfum við farið norður og haft mikið gaman af enda sumarið okkar stutt í báða enda. En nánar um Akureyrar ferðina síðar.



Janus yfirgrillari að störfum. en hann á núgildandi Islandsmet í ýtingum mótorhjóla eftir að hafa slegið metið með því að ýta henni Maríu sinni allan Landeyjarafleggjarann sem er jú 13 km að lengd, geri aðrir betur.



Hér er búið að skoða Bryndísi varaformann og Janus sem fékk að vísu akstursbann á sig.



Viðar yfirmóttakari Drullusokka sporðrennir einni af grillinu.



Það er árlegt að Geirfuglarnir mæti á skoðunardaginn en annars sjást þeir örsjaldan á ferðini. Hér er Diddi í Svanhól yfirgeirfugl með eðal Hondu sína sem er CX 500 með V2 mótor.



Hér er Gauji á Látrum en hann er nýfarinn að hjóla aftur eftir 45 ára hlé en kallinn átti í den Hondu CB 450 black bomber af árg 1967.



Hér er Gauji Guðna en hann er svolítið á ferðini hér í eyjum.



Simmi í Betel kominn í Race fíling með R1 Yamaha.



Hér er ein vel táknræn af Adda Steina en þarna má vel sjá að hann er komin yfir á götuhjól af drullumallaranum.



Hér eru Biggi Jenni og Óli í skílinu flottir saman.



Og Hlynur Rikka á græjuni sinni.


Flettingar í dag: 233
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408287
Samtals gestir: 86213
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 01:12:10