M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

25.06.2014 12:26

LOKSINS Í VESTMANNAEYJUM.....



Loksins bifhjólanámskeið í Eyjum ef næg þátttaka fæst!

 

Njáll Gunnlaugsson bifhjólakennari ætlar í samstarfi við Drullusokka að standa fyrir bifhjólanámskeiði í Vestmannaeyjum í júlí ef næg þátttaka fæst.

Kennt verður á allar gerðir hjóla, frá 125 rsm til 600 rsm 100 hestafla mótorhjóla með ABS bremsum. Miðað er við að lágmark 10-12 manns skrái sig á bóklegt námskeið sem kennt verður í Eyjum fyrripart júlí og bóklegt próf tekið beint í kjölfarið. Njáll mun svo koma langa helgi til að kenna verklega, líklega18-20 júlí sem lýkur með verklegu prófi mánudaginn eftir.

Áhugasamir þurfa að skrá sig með því að senda tölvupóst á [email protected] sem inniheldur nafn, kennitölu og GSM númer, eða sömu upplýsingar í SMS á númerið 898-3223 með fyrirsögninni "Eyjapróf". Verður látið vita strax eftir goslokahelgina hvort af þessu verður eða ekki svo það er um að gera að skrá sig strax.


Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408094
Samtals gestir: 86206
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 00:29:57