M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

01.06.2014 21:53

Hjólahelgin..

Jæja, þá er hjólahelgi okkar Drullusokka afstaðin.
Hún heppnaðist bara ágætlega. Skoðunardagurinn frestaðist, en grillið og hittingurinn á föstudagskvöldinu var ljómandi. Veisluþjónusta Einsa kalda sá um matinn og var hann hrikalega góður. Við borðuðum í húsinu hans Rabba (ekki lengur) á Dala-Rafn á Skipasandi og svo var spjall fram eftir kvöldi.
Á laugardeginum var svo spyrnt, lögreglan lokaði fyrir okkur veginum suður á eyju svo að Addi og Tryggvi gætu útkljáð sín mál, en ég hef grun um að umræðan um hvort hjólið sé öflugra upp þessa brekku muni taka sig upp aftur.
Næst buðu Tryggvi og Erla uppá dýrindis humarsúpu í Nöðrukoti.
Síðan var græjuð sýning í Dala Rafns húsinu, húsinu hans Darra, Nöðrukoti hjá Tryggva, Goggaheimilinu (þar sem boðið var uppá dýrindis vöfflur ) og svo var Jón í JHM-sport með sölubás í Bjargar húsnæðinu. Bernhard menn voru svo með fjögur ný hjól í Bragganum ásamt fatnaði, Stebbi í Eyjablikk lánaði okkur einnig sitt bil en ekki komu nægilega mörg hjól til að raða í það húsnæði. Síðan var tekinn rúntur um bæinn til að loka deginum.

Helgin heppnaðist ágætlega en veðrið setti samt strik í reikningin, sýningin hefði verið úti á Skipasandi, rúnturinn verið fjölmennari og spyrnan hefði notið sín betur, en við búum á Íslandi. Þetta var kannski frumraun okkar Drullusokka í að halda svona prógram og hef ég fulla trú á því að hjólahelgin okkar muni bara þróast og verða skemmtilegri á næsta ári.

Við viljum þakka öllum þeim sem hjálpuðu okkur að halda þetta kærlega fyrir, öllum þeim sem mættu á sýninguna og einnig viljum við þakka öllum þeim Norðureyjingum sem komu kærlega fyrir komuna, það var virkilega gaman að fá ykkur.

Takk fyrir helgina, þetta var frábært og þetta verður enn betra næst.


Gauji og Daddi.

Básinn hjá JHM-Sport.

Dala-Rafns húsið.

Inni hjá Darra.

Óskar og Biggi.

Þeir eru í öllum stærðum Drullusokkarnir.

Já og reyndar Akureyringarnir líka.

CBX-inn.

Ef einhverjir eiga myndir eða myndbönd frá helginni, þá væri gaman að fá afrit inná síðuna okkar.
Flettingar í dag: 986
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1409040
Samtals gestir: 86228
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 02:36:28