M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

14.04.2014 08:19

CB 750 í tætlum.


Guðmundur nokkur Dolla á eina eða já tvær cb 750 Hondur og varð önnur þeirra lasin svo gamli fór í að kíkja á gripinn og spaðaði mótorinn fyrir Gumma. Verður maður ekki að þakka fyrir rafstuðið sem hann var svo góður að gefa mér þegar ég var 13 ára gutti með skellinöðrudellu á mjög svo háu stigi.Tók nokkrar myndir af mótornum í frumeyndum..



Hér er græjan vélarlaus og fín.



Og mótorinn sundurrifinn.







Ég segi bara eins og Óskar á Frá skipstjóri sagði við mig um árið þegar ég var búinn að rífa niður aðalvélina í Frá VE og hún lá út um allt "Þessi vél fer aldrei aftur í gang"
Flettingar í dag: 133
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408187
Samtals gestir: 86211
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 00:51:09