M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

12.04.2014 16:26

HONDA... en ekki hvað


Honda NC700X 2014= Eyjahjól

 

Já ég tel rétt að ná einu nafni yfir Hondur= Eyjahjól, því eins og vitað er þá er eina mótorhjólið í heiminum Honda og ekki segja eyjamenn ósatt eða segja ósannar sögur það er sko vitað. En snúum okkur að þessu aðhliða hjóli Hondu NC700X, það lítur út í fyrstu sýn fyrir að vera svona hálfgert torfæru/endúró/ferðahjól í svipuðum stíl og t.d. V-Storm Súkka eða GS BMW og já Kawi Versis, en látum það ekki plata okkur, þetta er "pjúra" götuhjól þó mölin væri eflaust lítil fyrirstaða fyrir Xinn frekar en flest önnur hjól. Þessi græja ætti að henta nær öllum sem alhliða mótorhjól, ja þegar þú ert búin að venjast því að mótorútsláttur er við já 6500 rpm, svona svipað og Harley, nei aðeins ofar. Þessi lági útsláttur kemur flestum á óvart og því er gott að hafa augun með snúningshraðamæli.

Áseta er sögð mjög góð og þú situr svona uppréttur (sitja og biðja) og þar sem hjólið er mjög létt í meðförum segja sumir mótorhjólablaðamenn að þetta sé eitt heppilegasta hjólið í innanbæjarakstur sem til er (Hondu áróður!!) en líka megi fara á hraðari vegi án þess að líða ílla. Sætishæð er uppgefin 32.7 tommur svo ætti að henta flestum, hjólið er sagt með mjög góðu togi, þungamiðja er neðarlega og því er mjög gott að aka hjólinu á þröngum vegum, sem og bílastæðum. Eins og áður sagt er hjólið frábært til innanbæjarakstur, líka hægt að leggja hjólið vel í beygjum svo mörg afmeiri hjól ættu í vandræðum að elta þessa viðráðanlegu græju. En það verður samt að fara hratt í gegnum gíra til að ná sem mestu útúr hjólinu en muna eftir útslætti mótors.

Er ekki hægt að fara í ferðalag á græjunni, jú jú, þar á Xinn líka heima og þó umferð sé mikil þá er lítið mál að smeygja sér milli bíla, því ekki þvælist stærð hjólsins fyrir ökumanni, þú situr uppréttur og sérð vel yfir. Og togið hjálpar líka til með að þurfa ekki alltaf að vera hræra í gírkassa, en gírar eru sex og gott hlutfall milli gíra. Mótor er í raun 670cc og því skulu ökumenn ekkert að vera að reyna halda í einhverjar plastgæjur með langt yfir hundrað hestöfl.

Vindhlífar eru ágætar en "framrúða" mætti vera hærri/stærri en hún er til og kostar ekki mikið. Það sem við höldum að sé bensíntankur er geymsluhólf og tekur þó nokkuð mikið, engar aukatöskur nei bara opna bensíntankinn, meira segja hægt að koma fyrir lokuðum hjálm í fullri stærð sem er mjög heppilegt miðað við verð á alvöru hjálm.

Bremsur eru ágætar þó það sé aðeins einn diskur að framan og þó þú pantir hjólið ekki með ABS þá eru bremsur þannig að jafnvel óvanur ætti ekki að fara í götuna við snögga hemlun (orð blaðamanns). Fjöðrun er sögð góð og nær um sex tommu bæði framan og aftan, svona hátt í enduró fjöðrun, lítið hægt að stilla fjöðrun en hún telst fullnægjandi á hefðbundnum götum, en eins og áður sagt þetta er ekkert utanvegar mótorhjól en eigendur getað notað það í nær allt annað. Hjólbarðar eru frá Bridgestone og heita Battleax BT023 Sport Touring. Hægt er að fá allskonar orginal hluti frá Hondu á hjólið, harðar hliðartöskur, top box, hærri framrúðu, og miðjustandara. Hjólið vigtar um 470 pund, bensíntankur er undir sæti og tekur um 16 lítra og að hafa bensíntank þarna færir þyngdarmiðju neðar í hjólinu. Sagt að það sé mjög þægilegt að setja bensín á hjólið þ.e. svipað og á bíl bara stinga stútnum í og fá sér rettu á meðan rennur á, nei nei bara smá bull með rettuna. Hægt er að fá Xið með hálfsjálfskiptingu og ABS en það kostar. Blaðamenn segja að þeir hafi ekið hjólinu þúsundir km án þess að hjólið bilaði en það er nú nokkuð eðlilegt með allt frá Hondu, eina sem kvartað var yfir var kveikjuláslykill/sviss virtist endast ílla. Já þarna er komið heppilegt hjól fyrir nær alla bæði byrjendur og lengra komna, svo lengi sem þú ert ekki að leita að ofurafli eða torfærugræju. Lesa má um allt tæknilegt og meira til á netinu.

 

Stolið og stílfært af netinu




Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408056
Samtals gestir: 86205
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 00:08:24