M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

19.03.2014 21:57

Yamaha R1 2014

Er ekki kominn tími á einn yamma-bruna pistil ?



Yamaha YZF-R1 árgerð 2014, súperbæk fyrir þá sem þora !!

 

Yamaha R1 hjólið er búið að vera á markaðnum nokkuð lengi, en það var kynnt til sögunar árið 1998 og þá talið með betri súperbækum heimsins, þó svona smá fæðingargallar hefðu komið fram í fyrstu framleiðslunni þ.e.a.s. smá vesen með kúplingu. Ekki er mikil breyting frá 2012 hjólinu og þó það séu alltaf gerðar breytingar til batnaðar og nefna má tölvustýrt átaks- kerfi, þ.e.a.s stýring á átaki mótors í afturdekk en þessi búnaður er nú orðin mjög algengur í alvöru súperbækum.

 

Útliti hefur einnig verið breytt, þá framenda á "feringu" og efri hluta "yokes", hljóðkút einnig breytt í útliti allavega, lengri afturfjöðrun sem og mýkri, á standpedulum er betra gúmmí. Blaðamenn segja að þrátt fyrir þessar breytingar eigið hjólið aðeins í land að ná hjólum eins og t.d. Kawasaki ZX-10R og Aprilla RSV4, þ.e.a.s. á braut, en Yamminn er sagður miklu betra hjól til daglegrar notkunar fyrir hinn venjulega hjólamann. Hjólið er með fjögurra strokka vatnskældum línumótor, námkvæmlega 998cc, tveimur yfirliggjandi knastásum, 16 ventla og inntaksventlar eru úr Titanium, með beina innspýtingu YCC-T og YCC-I, þjappa er 12.7:1. Gírkassi er sex gíra og kúpling með "slipper clutch" þ.e.a.s. hægt að skipta niður úr efsta gír í fyrsta án þess að læsa afturdekki.

 

Eins og flest súperbæk í þessum flokk þá hefur þróun hjólsins komið mikið frá Moto GP kappakstrinum t.d. áðurnefndi sjö þrepa tölvustýrði átaksbúnaðurinn (traction control). Þetta hjálpar öllum hvort sem um er að ræða keppnisökumann eða hinn venjulega hjólamann að nota afl hjólsins sem best við nær allar aðstæður. Þetta t.d. hjálpar við að minnka dekkjaslit,  þar sem menn eru ekki í stöðugu spóli útúr beygjum t.d. Inngjöf er einnig tölvustýrð og allt vinnur þetta saman til að gera R1 hjólið að skemmtilegu ökutæki. Grind hjólsins er úr áli og hönnuð með stífleika í huga, fjöðrun að framan er YHSJ sem kemur í raun beint frá MotoGP hjólunum, þannig að vinstri dempari sér um "compression" fjöðrunina, en sá hægri sér um "rebound" hlutann (læt aðra um að íslenska þessi orð svo vel fari). Afturfjöðrun er stillanleg eins og framfjöðrun og er talin mjög góð. Hjólið "höndlar" mjög vel og er mjög meðfærilegt jafnvel í höndum leikmannsins, áseta er góð og miðað við sporthjól þá fer það vel með ökumann.

 

 

 

 

 

 

Hljóð mótors er dulítið öðruvísi, þ.e.a.s. hljóð frá pústkerfi, meira svona "röff" heldur en í öðrum súperbækum í þessum stærðarflokk. Þetta er að hluta því að kenna að sveifarás og þar með kveikjutími á hvern strokk er öðruvísi en á öðrum fjögurra strokka hjólum, því hefðbundið er að tveir ytri fari upp og niður saman og tveir innri fara upp og niður saman, en á R1 græjunni er þetta í þessari gráðuröð ef segja má svo: 270*-180*-90*-180*, sagt er að þetta auki tog verulega og minnki titring, sem og betra afl við snögga inngjöf. Ekki má gleyma að nýtt litaval er í boði fyrir árið 2013. Hjólið fær allstaðar góða dóma og saga R1 hjólsins heldur áfram og sumir blaðamenn segja frá brautinni á götuna þá er R1inn sannanlega nr. 1. Hægt er að lesa miklu meira um tæknilegar útfærslur á netinu, hvað hjólið er lengi í 100km, hvað það fer ¼ míluna á o.s.frv. En flott hjól að sjá og lesa um.

Stolið og stílfært af netinu:

Óli bruni.


Þetta er tuddatæki og fín samantekt hjá brunakarlinum.


Flettingar í dag: 2
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408056
Samtals gestir: 86205
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 00:08:24