M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

09.03.2014 22:46

Aðeins meira af 2014 Blade-inu



 

2014 Honda CBR1000RR SP -  Smá lesning um alvöru Hondu og prufuökumaður er sjálfur Miguel Duhamel.

Sagt er að Duhamel sé maður sem sjaldan er orðvant og eigi til að skreyta sögur og kannski skiljanlegt því hann er fransk/kanadískur að uppruna, svona okkar á milli þá er sagt að Duhamel eigi náfrænda á Íslandi og sá er stundum kenndur við vissa matartegund sem er vinsæl t.d. í morgunmat. En snúum okkur aftur að okkar manni þ.e. Duhamel, en hann  hætti að keppa fyrir ca. sex árum og mikil eftirsjá í honum og þó aðallega sögum hans og skemmti- legri framkomu. Duhamel var og er elskaður af blaðamönnum. Duhamel hefur unnið örfáar !! mótorhjólakeppnir!!, ja t.d. 86 AMA í öllum flokkum, komist á pall fimm sinnum í Daytona 200 og hluti af þeim keppnum var hann svo illa meiddur eftir byltur að hann þurfti aðstoð við að setjast á keppnishjólið= Nagli.

Töffarinn sjálfur---Duhamel.

 

Því ákvað Honda að fá Duhamel til að prufa nýja CBR1000SP 2014 hjólið, því þarna var allt til staðar, ekki bara málglaður sögumaður, heldur líka hörku hjólari. Því var hann boðaður á Buttonwillow brautina í Californiu USA og nú átti að taka allt útúr þessu nýja súperbæki. Þrátt fyrir að Duhamel hafi kept á Suzuki, Kawasaki, Yamaha og jafnvel Harley þá hefur hann alltaf verið talinn Hondumaður, áður en lengra er haldið þá bið ég að afsaka allar þessar Hondugreinar en þetta er bara svona HONDA er best spyrjið bara Tryggva, já og Sæþór. En Duhamel vann fullt af keppnum á t.d. VFR750R, RC30, RC51 og CBR1000RR Hondum.

 

En hvað er þessi nýja SP græja, jú þetta er ekkert í liking við t.d. RC30 eða RC45 keppnis-hjólin. En samt þetta er hjól með topp Öhlins fjöðrun, Brembo bremsum ofl. góðgæti. Hjólið verður notað í superbæke keppnum. En SP hjólið er þó nokkrum skrefum framar í flestu heldur en standard 1000RR hjólið. En Duhamel tók nokkra hringi á báðum hjólunum til að byrja með og eftir að hafa prufað báðar græjurnar var hann spurður um hvort það væri mikill munur ? Það er nokkuð mikill munur á þessum hjólum og þá aðallega í gegnum beygjur, standard hjólið er gott en það á ekki mikinn "séns" í SP hjólið og þá sérstaklega þegar hraðinn er orðin mikill, SP græjan "höndlar" bara miklu betur, fjaðrar betur, betri bremsur og maður þarf miklu minna að hafa fyrir hlutunum þegar vel er tekið á því. En Duhamel er sérfræðingur að setja hjól upp fyrir hverja braut, já sagður í raun galdramaður í því.

 

 

En af hverju svona mikill munur, hjólin eru eins í raun, sama lengd, þyngd o.s.frv. Jú auðvitað fjöðrunin Öhlins TTX að aftan og 43mm NIX30 demparar  að framan svo Brembo bremsur. SP hjólið fer í gegnum beygjur eins og það sé á teinum eða eins og einbeitt kona að versla á útsölu og gleymum því ekki að standard hjólið fær allsstaðar góða dóma og þá líka í samanburði við önnur "súperbæke". Eins og áður sagt þá er SP hjólið með Brembo monoblock bremsur and diskar eru eins og á standard hjólinu og þegar góðir hlutir eru settir aukalega í hjól þá verður útkoman yfirleitt góð. Mótor hefur verið "uppfærður" á báðum CBR1000RR hjólunum þ.e.a.s. heddið þar sem bæði inntak og útblástur hefur verið uppfærður sem og ventlasæti. Að auki er SP mótorinn "blueprintaður"=ballenseraður sérstaklega, handvaldir stimplar og stimpilstangir. Þó SP hjólið sé ekki með eitthvað tölvudót til að stilla átak í afturhjól, þá er grip mjög gott og tekur vel á móti inngjöf útúr beygjum. Nýja SP hjólið er bara allt miklu svona "faglegra" sagði Duhamel og fínlegra ef hægt er að segja svo. SP hjólið er gefið upp 152.2.hestar og togið er 78.4 á móti 147.2 hestar og togið 75.8 í afturhjól á standard græjunni. Jú standard hjólið vill prjóna meira=smá Tryggvi í því.

 

Mælingar sýndu að Duhamel náði að fara hringinn á Buttonwillows á svipuðum hraða á báðum hjólum, en þá bara örfáa hringi í einu á standard græjunni því átökin voru svo miklu meiri að úthaldið þraut. Skiptir þetta máli fyrir okkur þessa venjulegu veraldlegu hjólmenn og konur ?? Svari hver fyrir sig og eflaust mun pyngjan spila þar inní. En hvað segir sjálfur Duhamel: Það er ekki bara SP merkið og öðruvísi málning það er bara hellings munur á þessum hjólum og stærra bros má kosta sitt !! Það munar reyndar aðeins $ 2700 á hjólunum og hvað er það fyrir SP græjuna, nær ekkert (ja smá tollar og gjöld að auki) því á SP verður þú alltaf á Spes græju og þrátt fyrir hærra verð SP hjólsins þá er verðið mjög samkeppnisfært við önnur súperbæke. Annað tæknilegt fylgir með eftir þörfum en lesa má betur um þetta allt á netinu.


Þess má geta að Bernhard bræður pöntuðu eina svona græju hingað til lands sem og eina af CB1100 special edition hjólinu. Það verður gaman að sjá þessar græjur........

Stolið og stílfært af netinu:

 Óli bruni.

 

 


Flettingar í dag: 133
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408187
Samtals gestir: 86211
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 00:51:09