M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

05.03.2014 19:21

BSA Sloper árg 1928.


Úti í Englandi í byrjun febrúar endurnýjaði ég kynnin við 500 cc BSA Sloper af árg 1928 en svoleiðis mótorhjól átti pabbi minn og áður afi gamli og fékk ég oft að sitja á hjá pabba og man það vel svo gaman var að sjá nákvæmlega eins hjól hálfri öld síðar.



Hér situr pabbi á BSA Slopernum inni í Herjólfsdal árið mun vera 1944.



Og hér er BSA hjólið á safni Sammy Miller.



Þetta hjól var með gírskiptinguna á bensíntankanum og tvö útblástursgöt þótt 1 cylindra væri.



Og orginal með Fish tail hljóðkútum.



Mikið væri maður nú til í að eignast eitt svona hjól svona til að pússa.



Ég fékk góðfúslega leyfi til að setjast aðeins á gömlu Bísuna.



Eigum við ekki bara að segja BSA sama sem Betra Seint en Aldrei.


Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408094
Samtals gestir: 86206
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 00:29:57