Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
04.02.2014 23:23
Kawasaki H2
Hermann sauð saman samantekt um 750 two-stroke Kawann, flott grein um geggjaða græju í mótorhjólasögunni.
KAWASAKI 750 H2 MACH IV
Mynd fyrstu árgerðinni
Nú eru sumir búnir að vera duglegir að skrifa um ýmis hjól hérna á síðunni og mörg merkileg. Og þar sem það er búin að vera ákveðin Honduslagsíða hérna J , fannst mér kominn tími á að skrifa um þetta merkilega mótorhjól sem Kawasaki H2 var og mér fannst mér renna blóðið til skyldunnar að taka það að mér.
Krafan á Ameríska markaðnum um sífellt kraftmeiri hjól varð til þess að Kawasaki setti á markað árið 1969 Kawasaki 500 H1 Mach III sem var með þriggja strokka tvígengismótor sem skilaði 60 bhp og fór kvartmíluna undir 13 sek sem dugði samt til þess að hafa flest bresku hjólin sem voru alveg 250cc stærri. Hjólið náði miklum vinsældum fyrir það hversu kraftmikið það var og ódýrt og seldist ótrúlega vel, þó svo að aksturseiginleikarnir þættu ekki sérstaklega góðir og fékk það viðurnefnið " Widow maker"
Þessar miklu vinsældir hvöttu þá hjá Kawasaki til dáða og þeir hugsuðu sem svo að fyrst að 500cc hjól skilaði svona miklu af hverju ekki þá bara að stækka mótorinn í 750cc og fá enn meiri kraft sem kraftþyrstir kaupendur vildu?
Þannig að árið 1972 kynntu þeir Kawasaki H2 MACH IV sem var einnig með þriggja strokka tvígengismótor en hann var ekki útboraður 500cc mótor heldur alveg nýr mótor sem var 748cc og skilaði 74 bhp við 6800 sn/mín. Hjólið var mikil framför frá H1, hafði mun betri aksturseiginleika og var mun kraftmeira.
Mótorinn var með þrykktan sveifarás sem gerði það að verkum að hægt var að stækka hann og bæta við strokk og fjögurra strokka 1000cc hjól eru til. Powerbandið var þannig að hámarkstork og hestöfl eru á 300sn/mín bili þannig að það kemur mikið spark í ákveðnum snúning og framhjólið fór auðveldlega á loft.
Hjólið var með einföldum bremsudisk að framan og borðabremsu að aftan, og það sem var sérstakt við útlitið var að hönnuðirnir settu "racing"stél aftan við sætið, sem gaf hjólinu sérstakan og flottan stíl.
Eitt sterkt einkenni þessara hjóla var hljóðið í mótornum sem sumir sögðu að minnti á grjótmulningsvél. En það var mjög áhrifamikið þegar hjólinu var gefið í botn.
Þessi hjól voru á þessum tíma kraftmestu götuhjólin og slógu við alræmdum amerískum "muscle cars" eins og Plymouth Barracuda á kvartmílunni. Það var gefið út að hjólið færi kvartmíluna á 12,0 sek en staðfestir tímar sem ég hef séð eru 12,26 sek, en til samanburðar fór aðalkeppinauturinn á þessum tíma Honda CB750 four kvartmíluna á rúmlega 13 sek. Þarna var keppnin hjá Japönunum hafin um hverjir gætu smíðað kraftmestu hjólin , en á þessum tíma snerist allt um hvaða hjól var fljótast kvartmíluna. Þessi keppni hélt áfram næstu næstu árin (og er sennilega enn í gangi að vissu marki þó ekki sé einblínt á kvartmílutímana núna).
Kawasaki H2 var framleitt frá 1972-75 og var 1972 árgerðin kraftmest. Þar sem hjólið hafði tvígengismótor var framleiðslu hætt þegar mengunarkröfur jukust.
Þessi hjól hafa mikinn karakter og eru mjög vinsæl og þurfa menn að greiða háar upphæðir í dag fyrir góð eintök.
Cycle magazine var með "Superbike test " árið 1973 þar sem fyrir utan H2 voru testuð Kawasaki Z1, Norton commando 750, Triumph Trident, Ducati, Harley Davidsson og Honda CB750 four, að testinu loknu kom þessi umsögn " Kawasaki 750 H2 skilaði lægsta tíma á kvartmílunni á næst mesta endahraðanum , besta tíma á hringnum , var með mesta bremsukraftinn, mesta torkið og hestaflsmælingu á dyno. Hæsta kraft-/þyngdarhlutfall og á lægsta verðinu" það er nú varla hægt að gera betur !
Það var mjög vinsælt að tuna þessa mótora upp þar sem hægt var að auka aflið mjög mikið . Denco performance í USA sérhæfði sig í þessum breytingum.
Kawasaki 750 H2 á ennþá metið á kvartmílunni í 750cc flokknum með Nitró innspýtingu á tímanum 7,776 sek á endahraðanum 270 km/klst og með bensíni á 8,24 sek.
Svona á persónulegu nótunum þá eignaðist undirritaður svona hjól 1976 þá aðeins 16 ára . Þetta hjól var með Denco performance power hljóðkúta og ég með mína litlu reynslu réði lítið við þetta hjól. En þrátt fyrir það fannst mér upplagt að eyða stórfé í að auka kraftinn í því ! (gáfulegt eða hitt þó heldur) Ég ákvað því að taka kit sem hét " King cobra" (töff nafn) og sendi því cylindra og hedd til Ameríku þar sem cylindrar voru boraðir í 792cc og portaðir og hedd plönuð. Einnig fékk ég stærri blöndunga og stífari kúplingu, og átti mótorinn þá að skila 120 hö í stað þeirra 74 hö sem hann var, en hjól með þessari breytingu voru að fara undir 11 sek á kvartmílunni. Ég náði aldrei að prófa þetta almennilega,-en það er önnur saga.
Þetta fyrirtæki var líka með tuning kit í Z1 sem skilaði 150 hö auk þess að vera með breytingakit í fjölda annarra Kawasaki hjóla. Ég set að gamni hérna að neðan upplýsingar fyrir fróðleiksfúsa um þessar breytingar sem voru í boði á þessum tíma.
Forsíða Cycle guide þar sem H2 er kynnt til sögunnar.
Kawasaki H2 dragster.
Custom H2 (Kwikasfaki)
Denco spekkar yfir kittin í tústrókarann.
Þarna er svo pakki til að hressa uppá Z1 ketilinn.
Eldra efni
- 2024
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember