M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

31.01.2014 17:28

Kvartmíludagurinn okkar næstkomandi sumar.

Á síðasta aðalfundi var ákveðið að taka einn kvartmíludag á brautinni í Kapelluhrauni, þá höfðum við hugsað okkur að Drullusokkar og Gaflarar myndu taka brautina á leigu og leika sér þennan dag.
Ég og Sigurjón Drullusokkur, Gaflari og stjórnarmaður kvartmíluklúbbsins ræddum þetta aðeins í vikunni og kom Sigurjón með flotta hugmynd (að mínu mati).
Sniglarnir fagna 30 ára afmæli sínu árið 2014 og ætla í tilefni af því að halda (ásamt kvartmíluklúbbnum) hjólamílu. Eins og nafnið gefur til kynna þá verða eingöngu mótorhjól á brautinni þann daginn. Þannig að núna eru pælingar með að við Drullusokkar myndum mæta þá helgina á brautina. Það myndi án efa myndast frábær stemming ef hjólafólk myndi fjölmenna á þennan viðburð og fá tíma á hjólin sín, hvort sem menn eru á hippum, race græjum, klassískum hjólum eða einhverju öðru, þá er gaman að sjá hvað maður getur.

Hvernig líst fólki á. Verið ófeimin við að tjá ykkur.


Gaman væri að bera gamla tímann.........

við nýja tímann, og sjá muninn.


Flettingar í dag: 40
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408094
Samtals gestir: 86206
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 00:29:57