M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

26.01.2014 12:11

750 Hondan hans Adda Steina.



Hér eru þrjár myndir af Honduni sem Addi Steini átti hér um 1980. Hjólið var samblandað úr tveimur hjólum Hondu F2 árg 1978 og K6 árg 1976. Útkoman var þetta hjól áður áttu það Ari Vilhjálms sveppur í Rvk og hingað til eyja verslaði það Laugi Friðþórs og svo Addi Steini.



Hér er Addi á leið í skoðun með þennan líka svaka Drullusokkinn á aftan.



Það eru komin mörg ár siðan hjólið var rifið en ekki veit ég hvað varð um hlutina úr því en það var mikið og gott grams þarna meðal annars hedd með stærri ventlum alvöru bremsur og margt annað en liðin eru 30 ár síðan og allt tínt og tröllum gefið.

Flettingar í dag: 233
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408287
Samtals gestir: 86213
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 01:12:10