M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

08.01.2014 10:47

Kíkt í nýjan skúr hjá Darra,

 
 Formaður okkar Drullusokka  hann Darri var að versla sér nýjan skúr við Strandveginn og er svona að koma sér fyrir á nýja staðnum. Þetta er glæsileg aðstaða sem kallinn hefur í nýju húsi þar sem áður stóð austurslippurinn.








Hér eru nöðrurnar festar upp á vegg til að fá aukið pláss á gólfinu.





Gamli Wængurinn hún Valdís er nýjasta viðbótin í safnið.




Svo gamall er gripurinn að hann er búin neyðarstartsveif eins og Austin 8 sem var þarna líka á árum áður.



Svo er það stóra brettamálið en gamla brettið hvarf og annað komið í staðinn og engin veit neitt. En Boggi kúlusmiður er sterklega grunaður um verknaðinn, en maðurinn er vist saklaus uns sekt er sönnuð.
Flettingar í dag: 233
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408287
Samtals gestir: 86213
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 01:12:10