Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]
04.12.2013 07:08
Ein grein fyrir Hörð og Dadda...
2013 Honda CBR1000RR Fireblade
Jæja enn ein sagan um Hondu, en nú verður fjallað um alvöru hjól: 2013 Honda CBR1000RR.
Við fyrstu sýn er nær engin munur á 2012 hjólinu og 2013, já í raun sama hjólið og kom á götuna 2008, en því að breyta vel heppnuðu hjóli. Öfugt við flest önnur súperbækin á markaðinum þá er CBRinn ekki með neinu rafmagnsdóti til að stilla afl til afturhjóls eða annað takkadót á stýrinu, þetta er hjól fyrir alvöru karlmenn (ekki satt Sæþór). Jú hægt er að fá hjólið með ABS. Einn galli er þó á þessari íhaldsemi hjá Honda það er það að afl Hondunnar er nokkuð að baki hinna súperbækanna og spurt er ? getur þetta hjól í raun lengur keppt við hin súperbækin ? Stór spurning það !! En hvað er nýtt á hjólinu, jú litavalið og nýjar feringar, ný fjöðrun, nýjar felgur, uppfærð bein innspýtingin sem og bremsur. Fjöðrun er nú frá fyrirtækinu Showa og telst með því betra og talið alveg jafn gott og t.d. Ohlins TTX36 eins og er á Ducati 1199 Panigale S sem er reyndar örlítið já örlítið dýrara. Þessi nýja afturfjörðun kemur betur í veg fyrir "skopp" á afturdekki í átaki, einnig að átak á afturdekk útúr beygjum er miklu betra og með því betra sem þekkist og þá án allrar rafmagnstölvustýriaðstoðar (nýtt orð?!). Nýtt mælaborð er á hjólinu og mjög gott að lesa af því hvort sem mikil sól er eða myrkur. Eins og áður sagt var beinu innspýtingunni breytt og það finnst aðallega þegar slegið er snögglega af og gefið hressilega inn. Nýju felgurnar eru tólf bita og sagðar léttari en stífari. Nýir bremsupúðar eru notaðir og þeir virka vel eru ekki eins viðkvæmir við átaki þó ekki þurfi að hafa áhyggjur af því þegar hjólið er pantað með ABS, en það kerfi er talið gott og þá aðallega hvernig átak er milli fram og afturhjóls, en nota alvöru hjólamenn ABS, já hinir hafa allir farið í götuna er það ekki !! Hjólið er uppgefið 175 hestöfl sem eins og áður sagt með því minnsta sem gerist með 1000 cc súperbæk frá Japan, en samanburður er samt ágætur t.d. er R 1 Yamminn 180 hestöfl en nokkuð þyngri, Hondan er 439 lbs. en Yamaha hjólið vigtar 454 lbs. Hvað segja prufuökumenn um akstureiginleika hjólisins, munum að þessir prufuökumenn eru flestir alvöru fagmenn sem eru betri en nær allir venjulegir hjólamenn. Þessir blaðamenn tala í míkrósekúndum sem á oftast lítið skilt með raunveruleikanum. Á götunni þá erum við þessir venjulegu (ekki þú Sæþór) ökumenn ánægðastir með gott hressilegt tog, ekki endilega hvað hjólið gefur okkur á topp snúning. En á braut er þetta allt annað mál þar skiptir fjörðrun og gerð hjólbarða miklu meira máli og þegar þessum míkrósekúndum og hestaflatölum o.s.frv. er sleppt þá stendur CBRinn sig virkilega vel og betur en flest önnur hjól. (ekki skrifað fyrir Tryggva). Við fyrstu kynni virðist nýja fjöðrunin frekar mjúk en þegar á reynir er hún ekkert síðri en miklu dýrari Ohlins fjöðrun. Hjólið fjaðrar vel jafnvel útúr beygjum jafnvel þar sem yfirborð er virkilega óslétt, heldur hjólinu vel á sinni línu. Bremsurnar hafa batnað verulega og hjólið sem prufað var með ABS og þeim er hælt. Afl er virkilega gott og kemst vel til skila í afturdekk án þess að eiga hættu á því að missa hjólið í óþarfa spól. Ökumenn segjast ekki finna neinn sérstakan mun í þessu á milli hjóla þ.e.a.s. með eða án ABS. En ekki spurning að það er sama hvað þú ert góður ökumaður eða telur þig vera það þá ætti ABS að vera skildubúnaður á öllum mótorhjólum (uss uss segja sumir núna). Á CBRinu kemur ABS kerfið ekki í veg fyrir að ökumaður geti í raun "slædað" inní beygjur með því að stíga bara léttilega á afturbremsu. Með þessari góðu fjöðrun og bremsum þá finnst ökumanni strax að hann "höndli" hjólið vel og þar með verður betri ökumaður. Gott er að komast að stillingu afturfjöðrunar og eins og marg oft sagt áður þá er hún frábær og virkar það vel að hún er jafnvel á pari við hjól með TC kerfi (traction control). Flestir eigendur nútíma súperbæka vilja að allt sé rafmagnstýrt, en CBRinn "höndlar" það vel að nær engin þörf er á slíku. Það er sama hvar hjólinu er ekið það fer vel með ökumann svarar öllu án átaka, fjöðrun frábær og nær alltaf nóg afl. Frambremsur eru fjögurra stimpla og diskar eru tveir 320mm og með þeim betri sem þekkjast og mjög "vinsamleg" í notkun ef segja má svo. Áseta er góð en ekki má gleyma því að þú ert á súperbæki með rassinn uppí loft, þungan á únliðum og hné við eyru (smá bull). En samt ekki þannig að þú þurfir að leita til sjúkraþjálfara eftir dags akstur. En það má alltaf finna eitthvað neikvætt við öll hjól já jafnvel Hondu og hvað eru helstu gallar: Jú eins og á eldri CBRum þá er má enn lagfæra það hvernig mótor bregst við inngjöf og þegar slegið er af, þ.e.a.s. þetta má enn bæta og á því herrans ári 2013 ætti þetta ekki að þekkjast. Svo smá tal um aðeins of hæg viðbrögð við snögga inngjöf útúr beygjum. Verð á hjólinu er sagt virkilega gott miðað við svipuð hjól og þeir enda þetta með því að segja að enn sé CBRinn skemmtilegasta súperbækið sem kemur frá Japan. Niðurstaða: Það er sagt hálf fyndið að segja að súperbæk sé þægilegt, auðvelt í notkun og geri menn í raun betri ökumenn, en þetta er samt staðreynd sem gerir CBRinn hraðskreiðan jafnvel þó ökumaður heiti ekki Valentino Rossi eða Sæþór (nú fæ ég frítt málað næst hjól !!!). Eins og alltaf er allur frágangur frá Honda einu orði sagt frábær, sama hvað er skoðað. Nú er bara að bíða og sjá hvenær við sjáum 2014 hjólið og það fari til suðureyjunnar í hendur ungs manns sem vinnur með pabba sínum, nei reyndar er pabbi hans svo upptekin við að panta í nýja Oldvænginn að þeir vinna lítið saman þessa dagana, en svona er bara Hondudellan hún heltekur menn svo hressilega að það fyrsta sem Hondu eigendur segja þegar þeir vakna er Honda og það síðasta sem þeir segja áður en farið er að sofa er HONDA.
Óli bruni # 173
HONDA-menn eru búnir að kynna 2014 hjólið og er það svo sem ekki mikið breytt frá 2013 hjólinu að undanskildu SP-hjólinu sem er flott útfærsla af Blade-inu.Með Öhlins fjöðrun, Brembo bremsum, special málningarjobbi, öðru heddi, öðruvísi pústkerfi, öðruvísi stimplum, öðru triple clampi, léttara sub frame-i og e-ð fleira.
Spennandi útfærsla...
Eldra efni
- 2024
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2023
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2022
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2021
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2020
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2019
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2018
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2017
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2016
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2015
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2014
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2013
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2012
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2011
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2010
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2009
- Desember
- Nóvember
- Október
- September
- Ágúst
- Júlí
- Júní
- Maí
- Apríl
- Mars
- Febrúar
- Janúar
- 2008
- Desember