M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

26.11.2013 19:30

Mótorhjól í máli og myndum

Forlagið var að gefa út flotta bók sem á sjálfsagt eftir að rata í jólapakkann hjá einhverjum af okkur. Í síðustu viku fór fram kynning á bókinni i bókabúðinni hjá Bókabúðinni hans Tryggva. Drullusokkarnir Tryggvi og Jens sáu um kynninguna á bókinni og á næsta borði við þá var sjálfur Heiðar snyrtir að kynna svakalega lekker litgreininga bók sem þeir sokkafélagar sýndu mikinn áhuga. Ég hef heyrt af því að það séu til myndir af viðburðinum þannig að ég treysti á að þær eigi eftir að rata hingað inn.
 En hér er smá klausa um bókina:

Mótorhjól í máli og myndum

Mótorhjólabókin er full af fróðleik í máli og myndum. stækka

Mótorhjólabókin er full af fróðleik í máli og myndum.

Út er komin bókin Mótorhjól í máli og myndum þar sem farið er yfir 120 ára sögu farartækisins. Forlagið gefur hana út en bókin kemur út í einstakri þýðingu Guðna Kolbeinssonar. Örn Sigurðsson ritstýrði.

Fram til ársins 1920 var, eðli málsins samkvæmt, ekki mikið úrval hjóla en þá voru það frumkvöðlar á borð við Gottlieb Daimler sem, ja, fundu upp hjólið? Alla vega kom fram á sjónarsviðið gasknúin vél hjá þessum frumkvöðli og framhaldið þekkja flestir.

Eftir fyrri heimsstyrjöldina var farið að framleiða mótorhjól fyrir almenning og þá þótti ekki ónýtt að geta farið um á leifturhraða með fjölskylduna í hliðarvagni! Það dró aðeins úr þróun mótorhjóla í kreppunni á milli heimsstyrjaldanna en á sjötta áratugnum fóru hjólin aftur að snúast. Skúterinn sló í gegn og framleiðslan varð fjölbreyttari.

Svona er sagan rakin í bókinni fram til okkar dags og öll heimsins hjól kynnt til sögunnar í máli og myndum. Kostir og gallar eru teknir saman í hnitmiðuðum texta.

Fyrir áhugasama er ítarlega útskýrt aftast í bókinni hvernig mótor virkar og einnig hvernig hinar ýmsu gerðir mótora ganga, eins og loftkældur eins strokks mótor, loftkældur tvígengismótor og fleira sem gleður hjörtu ökuþóra.

[email protected]

Tekið af mbl.is


Flettingar í dag: 528
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408582
Samtals gestir: 86217
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 01:54:17