M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

17.09.2013 14:35

Honda GL 1000 Gold Wing


Smá svona sögubrot frá Honda Gold Wing GL 1000.

 Árið 1975 setti Honda á markað nýtt ferðahjól sem hlaut nafnið Honda Gold Wing GL 1000. Þetta var fyrsta hjólið frá þeim sem búið var drifskafti og tvöföldum diska bremsum að framan og diskabremsu að aftan sem þekktist ekki áður auk fjögura cylindra boxer mótor sem búinn var tímareimum á knastásana. Þegar hjólið kom á markað heillaði það alls ekki okkur peyjana, okkur þótti það þunglamlegt stórt og hreinlega klunnalegt með plat bensíntanka sem fram að því þótti eitt helsta skraut mótorhjóla. En við stækkuðum og urðum eldri og í dag er þetta bara græja fyrir okkur gömlu kallana sem erum svolítið mikið öðruvísi en flestir hjólamenn sem kjósa nýmóðins græjur sem er bara gott mál, þótt það henti ekki okkur sérvitringunum. GL 1000 Hondan var framleidd í fjögur ár lítið breitt frá 1975 til 1979 en þá stækkuðu þeir hana og settu fyrst 1100 mótor í hjólið sem var svo stækkaður í 1200cc og seinna í 1500 cc og þá komin með sex cylindra og í dag eru þau með 1800cc mótor og ekki mikið lík upprunalegu Gold Wingunum. En árið 1980 þegar 1100 hjólið kom á markað fóru þeir að setja það strax í það lúkk sem það hefur vaxið í síðan. Nú hefur nýr formaður okkar Drullusokka Darri verslað sér einn gamlan Gold Wing og óska ég honum til hamingju með að vera kominn í svampa gengið eftir að hann verslaði Góldfingerinn af Idda svo við Darri getum farið saman í Dagx ferð á stóru Döxunum okkar í framtíðini. En þeir eru gríðalega mjúkir fyrir gamla og þreitta rassa á sextugsaldri því verður ekki neitað. En kíkjum aðeins nánar á allar fjórar gerðirnar af 1000cc hjólinu.



Hér er 1000 cc GL rokkurinn alveg glerfínn og minnir frekar á bílvél heldur en mótorhjólavél.



Hér er fyrsta árgerðin af GL 1000 en það kom ekkert svona nýtt til landsins árið 1975.



Og hér árg 1976 lítið breitt frá árinu áður. Ekki kom neitt af þessari árg heldur til landsins.



Hér er svo árg 1977 en það kom eitt svona nýtt og fór það á Blönduós en það er hjólið sem Darri var að versla og átti það hjól lengst af Geir heitinn Valgeirsson á Stokkseyri.



Hér er svo 1978 árgerðin af GL 1000 hjólinu þarna varð eina stóra breitingin sem gerð var á 1000 hjólinu þarna eru komnar aðrar felgur mælaborð komið ofan á gerfitankan nýtt pústkerfi ásamt ýmsum öðrum breitingum. Það komu tvö svona ný og fóru bæði til Reykjavíkur eins hafa tvö svona hjól verið flutt inn notuð frá Ameríkuni og á pistlahöfundur annað þeirra.



Hér er svo 1979 árgerðin sem var sú síðasta af GL 1000 hjólinu. Þarna eru ekki mikar breitingar frá árinu áður aðalega stefnuljós og afturljós ásamt handföngum á stýri. Ekki kom nýtt svona hjól til landsins. En eigendur þessara hjóla hafa farið ýmsar leiðir varðandi útlit þeirra. auk þeirra sem eru fastir í orginalinum kíkjum á smá sýnishorn.



Hér er einn sem breitt hefur sínum Góldara í Café raser sem mikið er í tísku varðandi gömul hjól enda mun ódýrara að sprauta allt svart heldur en vera að leita ljósum logum af orginal hlutum út um allan heim sem svo kosta bæði augun úr.



Og önnur kaffihúsagræja glerfín í 101 menninguna. Það væri ekki amalegt að sötra latte í miðborgini með svona mublu fyrir utan gluggann.



Og að lokum eitt GL 1000 hjól sem vel myndi sóma sér á jólatréskemtun eldri borgara. En skyldi eigandinn nokkuð vera glisgjarn maður ?

Flettingar í dag: 528
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408582
Samtals gestir: 86217
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 01:54:17