M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

26.08.2013 09:36

Meira af Samförini.




Það var fjölmennt í samför okkar Drullusokka og Gaflara á laugardaginn þrátt fyrir að veður væri ekki alveg upp á það besta en við vorum á 40 hjólum. Það rigndi ekki á okkur en það var oft úði og þetta slapp allt vel og allir komust heilir heim af aflokini ferð sem var bara flott í alla staði. Þetta er í þriðja sinn sem við förum svona dagsferð saman og fjölgar í henni ár frá ári. Set hér inn nokkrar af þeim myndum sem ég tók. Fyrst er hér mynd af hópnum eftir þvílíkt Humarsúpu át hópsins og þurfti að laga sérstaklega meira af súpu enda á meðal oss margir mathákar í toppklassa.



Í Þorlákshöfn fundum við Ragga Power gamlan mótorhjóladút í toppklassa en Raggi var einn af þeim í harðari kantinum hér í den. Það má segja að allir á myndini hafi verið alvöru 750 hondu menn á lífsleiðini og flestir z1 900 Kawakallar líka.



Djöfull standa þeir sig vel þessir, það má nú segja. Frá vinstri Óli bruni. Daddi trukkur, Sigurjón yfirgaflari og Gulli gjalkeri og 750 eigandi.



Það er ekki mikið um að þrír bræður séu í drullusokkum en hér eru samt Valli, Guðni og Bergur allir sokkar með stæl.



Hér höfum við Dobúl Wogs, Þorsteinn og Símon Waagfjörð.



Þrír sokkar. Tóti Man, Arnar og Stebbi.



Símon. Hilmar, Kári og Gauji.



Hér eru gamlir skipsfélagar af Náttfara RE 75 Gummi Dolla og Arnar Sig.



Hér eru svo Höfuð og Hendur Gaflara Sigurjón og Gulli. Kem með meira síðar úr þessari fínu ferð okkar.
Flettingar í dag: 233
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408287
Samtals gestir: 86213
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 01:12:10