M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

09.08.2013 20:28

Samförin 2013

 Samför Drullusokka og Gaflara 2013

Undanfarin ár höfum við Drullusokkar og Gaflarar farið eina dagsferð saman og verður engin undantekning í ár. Við erum að spá í laugardeginum 24 ágúst og taka fyrir Suðurstrandarveg og Reykjanesið eins og það leggur sig. Við Sokkar tækjum þá fyrstu ferð á laugardeginum og hittum þá félagana í Þorlákshöfn um hálf ellefuleitið um morguninn og bruna svo barasta af stað saman kíkja við í smá heimsóknir og hafa bara gaman af. Það væri nú toppurinn ef menn létu vita af þáttöku í ferðina en við höfum alla tíð átt mjög erfitt með tjáningar og tilkynningar hér á síðuni þótt menn mali út í eitt á fésbókini eins og gamlar kjaftakellingar gerðu hér á árum áður en Fésið er bara að ganga frá öllum svona síðum dauðum og kanski bara gott mál og tími þessara síðna eins og þessarar bara á enda, það eru jú stöðugar breitingar í lífinu hjá okkur öllum.

Svo er það stóra spurningin um aðalfundin okkar fyrir árið 2013. Sennilegast er best að halda fundinn laugardaginn 31 ágúst en þá er rétt ár frá síðasta aðalfunndi sem tókst með miklum ágætum og óvæntum uppákomum. þAð er smá spurning hvort betra sé að halda fundinn þann 6 sept en það á bara eftir að koma í ljós.



Set hér með eina mynd af hópnum sem fór í Samför klúbbana í fyrra.
Flettingar í dag: 528
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408582
Samtals gestir: 86217
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 01:54:17