M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

25.07.2013 19:50

Míla um helgina



                                                                                                                                                            Mynd B&B Kristinsson
Fyrir þá sem hafa áhuga á að kíkja á kvartmílubrautina um helgina þá verða keyrðar tvær keppnir á laugardaginn. 3. umferðin í íslandsmótinu og King of the street keppnin. Drullusokkarnir eiga þrjá fulltrúa á brautinni um helgina. Hörð Snæ # 8, Bjögga # 65 og Sæþór #234.

Dagskrá dagsins er svohljóðandi:

08:00      Mæting keppenda og skoðun
09:30      Pittur lokar
09:50      Fundur með keppendum
10:00      Tímatökur hefjast fyrir báðar keppnir
11:45      Tímatökum lýkur
11:50      Keppendur Íslandsmóts mættir við sín tæki
12:00      Keppni Íslandsmóts hefst
13:30      Keppni Íslandsmóts lýkur - kærufrestur hefst
13:50      Keppendur KOTS mættir við sín tæki
14:00      Kærufrestur Íslandsmóts liðinn
14:00      Keppni KOTS hefst
16:30      Keppni KOTS lýkur - kærufrestur hefst
17:00      Kærufrestur KOTS liðinn
17:00      Verðlaunaafhending á pallinum

Nánari upplýsingar um King of the Street má finna hér:
http://www.kvartmila.is/is/frett/2013/07/23/king_of_the_street_2013

Þar sem King of the Street er innanfélagsmót ætlum við að bjóða upp á það að menn sem vilja bæta sér við í flokka sem verða keyrðir til verðlauna (flokkar sem fleiri en 3 voru skráðir í þegar skráningu lauk) geta gert það með því að mæta á laugardagsmorguninn á milli 8:00 og 9:30 og skráð sig til keppni.  Þeir flokkar sem þetta er í boði í eru: 4 cyl, 4x4, 8+cyl, 8+ cyl radial, Racer 799cc og minna og Racer 800cc og stærri.

 

Í öllum þessum flokkum verða veittir glæsilegir farandbikarar. einnig verða verðlaun frá BJB og Skeljungi fyrir sigurvegara í hverjum flokk og síðan verða útdráttarverðlaun.

Við hvetjum alla til að mæta á Kvartmílubrautina og fylgjast með í góða veðrinu.

Aðgangseyrir 1.000 kr. og frítt fyrir 12 ára og yngri.
Flettingar í dag: 528
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1408582
Samtals gestir: 86217
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 01:54:17