M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

14.07.2013 10:48

Akureyri um næstu helgi.




Nú er stefna okkar drullusokka að sækja Akureyri heim um næstu helgi og eru flestir okkar á því að fara á föstudags morgun héðan frá Eyjum. Nokkrir ætla að draga fram gamlar græjur og fara norður á þeim svona til að breita aðeins til. Við vonum bara að þessar eilífu rigningar sem legið hafa yfir okkur í allt sumar hvíli sig aðeins um þessa helgi jú nóg er vist komið og spurning hvað mikið er til af þessu þarna uppi og er vonin sú að vaskafötin fari nú að tæmast þarna hjá veðurguðunum. Svo er bara að taka með sér bullið búsið bækið og ekki gleyma beikonið með á Akureyri.
Einhverjir ætla að fara austur fyrir land á miðvikudeginum næstkomandi en við sem erum á sjó komumst ekki fyrr en á föstudag. Spáinn er góð fyrir helgina á norðurlandi.

En nú er stóra spurningin er einhver þarna úti sem vantar gistingu á Akureyri. Bryndís Gísla er búin að redda gistingu í tvær nætur fyrir sex manns. Það er skiljanlega erfitt að leigja Íbúð sem kanski engin þarf að nota og kosnaðurinn því mikill ef ekki er tekin þáttur í þessu með henni svo PLÍS látið þið nú okkur vita ef áhugi er fyrir þessu og því fyrr því betra. Ef áhuginn er enginn verðum við jafnvel að kansela þessari gistingu.

Flettingar í dag: 1993
Gestir í dag: 42
Flettingar í gær: 884
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 1410047
Samtals gestir: 86246
Tölur uppfærðar: 22.11.2024 09:05:28