M.C. Drullusokkar Stofnað 04.05.06.

Hvetjum félagsmenn til að senda inn myndir af sér og hjólunum sínum í félagaskrána.
Einnig ef þið eruð með skemmtilegar hjólamyndir, fréttir eða aðrar tilkynningar sem eiga heima hér.
[email protected]

08.05.2013 22:08

Vinsamleg ábending.




Við mig hafði samband maður í dag varðandi mótorhjólin hér suður á eyju. Hann bað mig að koma því á framfæri varðandi hestafólk og börn á hestum. Þetta voru engin leiðindi enda verið gott á milli allra í sportinu hér mér vitanlega. Nú í vor hefur töluvert borið á að strákar hafi verið að snúa svolítið vel upp á rörið sem er kanski skiljanlegt en í guðana bænum sláið af ef þið sjáið fólk á hestum með veginum, hestarnir fælast við hávaðan og getur hreinlega orðið slys ef ekki er farið með gát í námunda þeirra. Þarna er fullt af óvönu hestafólki og börnum á hestum þetta er í sjálfu sér ekkert mál bara að slá af ef þið verðið vör við fólk á hestum. Viðmælandi tók sérstaklega fram að þetta hafi ekki verið vandamál hingað til og vonandi að svo verði bara áfram. Nú eru menn farnir að taka út hjólin sín enda búið að vera kalt fram að þessu. Að endingu vonum við að sumarið verði okkur öllum gott og án óhappa, muna svo fundinn á fimtudagskvöldið 9 maí en það hafa verið haldnir fundir í Gullborgarkró hjá okkur drullusokkum öll fimtudagskvöld í vetur og vonandi verður svo áfram.

Fyrir hönd stjórnar Drullusokka.
Tryggvi


Flettingar í dag: 1268
Gestir í dag: 87
Flettingar í gær: 805
Gestir í gær: 55
Samtals flettingar: 1414574
Samtals gestir: 86407
Tölur uppfærðar: 24.11.2024 23:01:27